Fréttaskýringar

Fréttaskýringar

Vönduð umfjöllun þar sem stór mál eru krufin til mergjar.

Fréttamynd

Nærri 3.500 sitja í nefndum ríkisins

Alls eru 565 nefndir starfandi á vegum ráðuneytanna eða stofnanna þeirra. Í þeim eiga alls 3.455 einstaklingar sæti. Fjöldinn er stappar nærri íbúafjölda Ísafjarðarbæjar og jafngildir því að einn af hverjum 60 landsmönnum á vinnualdri sitji í einhverri nefnd á vegum ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Feður taka síður fæðingarorlof

Skerðing á hámarksgreiðslum til fólks í fæðingarorlofi virðist hafa leitt til þess að færri feður taka orlofið en áður. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast við því með því að hækka hámarkið. Félagsmálaráðherra segir að það þurfi að forgangsraða og því verði orlofið ekki lengt í bili.

Innlent
Fréttamynd

Er sæstrengur ígildi olíufundar?

Alþingi sest á næstunni yfir flókin álitamál er varða raforkusölu til Evrópu um sæstreng. Hvatt er til forrannsókna á næstu árum. Þó útiloka stjórnvöld ekki að hægja á frekari könnun verkefnisins. Bretar eru mjög áhugasamir og tilbúnir með mannskap og fjármagn.

Innlent
Fréttamynd

Risamarkaður handan við hornið

Í Evrópu veltir markaður fyrir ráðstefnur, fundi og hvataferðir um 30.000 milljörðum íslenskra króna. Tuttugasti hluti úr prósenti af þeim markaði skilar Íslandi 16 milljörðum. Sérfræðingur segir að Reykjavík geti komist í hóp tíu vinsælustu ráðstefnuborg

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónusta hér á landi á krossgötum

Ferðaþjónusta mun skila 400 milljörðum til samfélagsins, beint og óbeint, eftir áratug. Kjörfjöldi ferðamanna á Íslandi 1,2 til 1,5 milljónir. Forgangsatriði að einfalda stjórnsýslu ferðamála. Ráðherra boðar frumvarp um ferðaþjónustu á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

Gróðavon mikil á ónumdu svæði

Drekasvæðið er í flokki áhættusömustu leitarsvæða í olíuvinnslu. Sterkar vísbendingar eru þó um að þar sé olíu að finna. Forstjóri Mannvits varar við gullæði. Enn á eftir að sannreyna að olía finnist. Fjárfesting á svæðinu gæti þó hlaupið á milljarðatugum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafmagnið ofar regnskóginum

Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Margt græðist með gufulögninni

Verði Hverahlíðarvirkjun ekki byggð verða sjónræn áhrif framkvæmda á Hellisheiði mun minni. Virkjunin er mikið mannvirki en hugsanlega má hylja gufulögn á milli Hverahlíðar og Hellisheiðarvirkjunar að nokkru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri megavött með nýrri tækni

Fjölmargar spurningar hafa vaknað um Hellisheiðarvirkjun eftir að Orkuveita Reykjavíkur sagði frá því að bregðast yrði við minnkandi framleiðslu. Alþingismaður spyr um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar og efast reyndar um að það hafi verið fullnægjandi.

Innlent
Fréttamynd

Fórnarkostnaður fortíðarinnar

Það væru mistök að byggja jafn margar samliggjandi félagslegar íbúðir í dag og gert var í Breiðholti, segir Óskar Dýrmundur Ólafsson, eini hverfisstjóri landsins.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að rannsaka skipulagsmálin

Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm

Innlent
Fréttamynd

Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt

Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt

Innlent
Fréttamynd

Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið

Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum

Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað.

Innlent
Fréttamynd

Eiga auðlindir að vera í þjóðareign?

Önnur spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag lýtur að því hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign séu lýstar þjóðareign. Fréttablaðið leitaði röksemda með og á móti.

Innlent
Fréttamynd

Fordómarnir finnast líka í kerfinu

Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess.

Innlent
Fréttamynd

Bankakerfið fimm sinnum minna

Ísland fór sérstaka leið við endurreisn bankakerfisins eftir hrunið. Forgangi kröfuhafa var breytt og þannig var hægt að setja innstæður og góðar eignir í "nýja“ banka en skilja annað eftir í "gömlum“. Með því að semja síðar við kröfuhafa komst landið upp með þetta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu

Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir af fimm fastir á Kleppi

Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn.

Innlent
Fréttamynd

Ísland alltaf verið töluvert á eftir

Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi er á Laugarásvegi. Kynjahlutföll eru afar skökk. Neysla kannabisefna meðal hópsins hefur aukist.

Innlent
Fréttamynd

Geðveikt fólk er ekki alltaf brjálað

Sjúklingur á geðdeild LSH segir nauðsynlegt að skilja fólk betur að inni á deildunum. Hún merkir mun á starfsfólkinu eftir niðurskurð síðustu ára og segir álagið ólíðandi. Hún finnur fyrir fordómum gagnvart geðsjúkum, bæði frá sjálfri sér og samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Blandaðar deildir geta skapað hættu

Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir.

Innlent
Fréttamynd

Grasbændur ryðja sér til rúms

Íslenskur landbúnaður hefur um nokkurt skeið verið einskonar olnbogabarn annarra atvinnugreina, í það minnsta í opinberri umræðu. Riðuveiki, gjaldþrot í fiski- og minkarækt, auk framleiðislustyrkja og tollamúra hafa löngum reynst bændum erfið. Nú virðist sem þetta gæti breyst og ný aukagrein sé að ryðja sér til rúms.

Innlent