Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Jólatónleikar í Salnum náðu ekki flugi

Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er miklu þróaðri og fjölbreyttari en rokkið, en líka hve hið síðarnefnda er vinsælt. Gullöld djassins er löngu liðin, en hann á sér samt ennþá aðdáendur. Fleiri en þrír áheyrendur voru á jóladjasstónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið; þar var troðfullt.

Gagnrýni
Fréttamynd

The Killer: Er þetta allt og sumt?

Kvikmyndin The Killer hefur nú verið frumsýnd á Netflix. Hún fjallar um leigumorðingja sem tekur að sér verkefni sem fer í vaskinn og afleiðingar þess. Á yfirborðinu er hún merkilegri en flest sem Netflix býður upp á þessa dagana og það fyrir ýmissa hluta sakir. Sérstaklega er það vegna þess að hér leiða saman hesta sína leikstjórinn David Fincher og handritshöfundurinn Andrew Kevin Walker, en samstarf þeirra gat af sér eina eftirminnilegustu spennumynd tíunda áratugarins, Seven. 

Gagnrýni
Fréttamynd

GusGus kom, söng og sigraði

Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“

Gagnrýni
Fréttamynd

Killers of the Flower Moon: Sam­hygð óskast

Nú hafa kvikmyndahús hafið sýningar á Killers of the Flower Moon, 27. leiknu kvikmynd eins besta leikstjóra kvikmyndasögunnar, Martin Scorsese. Hann er nú orðinn áttræður og því spurning hversu mörg verk hans verða til viðbótar. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Heimurinn að farast en maður tekur ekkert eftir því

Í fyrstu kvikmyndinni um Tortímandann, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, er atriði þar sem tónlist kemur við sögu. Ung kona með afskaplega hallærislega hárgreiðslu þess tíma, 1984, er að útbúa sér nætursnarl. Hún er í skýjunum eftir að hafa stundað villt kynlíf með kærasta sínum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Góðar fréttir og slæmar af Magnúsi og Jóhanni

Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara vel þegar ég var drengur. Hann var kærasti vinkonu systur minnar og kom oft í heimsókn á fjölskylduheimilið. Það voru skemmtilegar stundir; Villi var manna fjörugastur og reytti af sér brandarana.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sumt sem glóir er einfaldlega gull

Svört pallíettujakkaföt Páls Óskars Hjálmtýssonar glitruðu í mislitum ljósum Salarins í Kópavogi á föstudagskvöldið. Það var svo sannarlega við hæfi, því tónlistin sem flutt var á tónleikunum var glimmerkennd.

Gagnrýni
Fréttamynd

Chivalry: Færir höfundar, slöpp útkoma

Leikararnir Steve Coogan og Sarah Solemani eru fólk sem er með puttann á púlsinum. Þau tók eftir #metoo bylgjunni og náðu að selja Channel Four í Bretlandi hugmyndina að þau ættu að gera leikna þáttaröð sem tæklar mál henni tengd. Verst að útkoman er ekki sérlega beysin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lítill drengur, stór listamaður

Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á löngum ferli.

Gagnrýni
Fréttamynd

The Horror Of Dolores Roach: Súpa með öllu

Hlaðvörp og morð er hjónaband sem nýtur mikillar velgengni þessi misserin. Það hefur ekki farið fram hjá Hollywood og skömmu eftir frumsýningu Peacock-þátta með hlaðvarpstengingu, Based on a True Story, frumsýndi Prime Video The Horror of Dolores. Þar er hlaðvarpstengingin eingöngu til málamynda, en morðin þeim mun suddalegri. 

Gagnrýni
Fréttamynd

The Dial of Destiny: Enginn apabisness hjá öldungi

Eitt sinn sýndi Ríkissjónvarpið sjónvarpsþáttaröð um ævintýri hins unga Indiana Jones. Nú sýna íslensk kvikmyndahús ævintýri hins aldna Indiana Jones. Ber hún titilinn Indiana Jones: The Dial of Destiny og fjallar um leitina að skífu örlaganna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Love & Death: Svik, harmur, ást og dauði

Fyrir skemmstu komu fyrstu þættir af Love & Death, nýrri þáttröð HBO, inn á streymisþjónustu Sjónvarps Símans. Ég læt HBO-þætti aldrei framhjá mér fara, enda er hún sú sjónvarpsstöð/streymisveita sem oftast er hægt að treysta til að framleiða gæðaefni. Því hikaði ég ekki við að hefja áhorf.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kvikmyndarýni: Hrollvekjuveisla

Tvær töluvert ólíkar hrollvekjur eru nú sýndar í kvikmyndahúsum. Önnur er framleidd innan Hollywood-kerfisins, á meðan hin er framleidd innan evrópska styrkjakerfsins. Þetta eru Evil Dead Rise og Infinity Pool. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Sjónvarpsrýni: Feðgar og dauðir menn á ferð

Þar sem þessi rýnir hefur ekki tíma til að klára allar þáttaraðir og skrifa ítarlega dóma um þær hefur hann öðru hvoru brugðið á það ráð að fara yfir nokkrar seríur á hundavaði. Hér er umfjöllun um fjórar slíkar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Colin From Accounts: Ástralirnir eru með þetta

Þáttaröðin Colin From Accounts laumaði sér nýlega inn á streymisveitu Sjónvarps Símans án mikils lúðraþyts. Vel má því vera að hún hafi farið fram hjá áskrifendum, en það leiðréttist hér með, hún er með því ánægjulegra í sjónvarpinu þessi misserin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Tár: Enginn grætur Lydiu Tár

Kvikmyndin Tár rétt rataði í kvikmyndahús fyrir Óskarsverðlaunahelgina síðast liðnu og hægt að sjá hana í Bíó Paradís. Því miður birtist hún á sjóræningjasíðum fyrir margt löngu og mögulega margir freistast til að svindla og horfa þar. Ég mæli ekki með því, Tár er BÍÓmynd. 

Gagnrýni
Fréttamynd

The Lazarus Project: Aftur og aftur og aftur...og einu sinni enn

Stöð 2+ hefur nú opnað streymið á bresku þáttaröðinni The Lazarus Project. Hún fjallar um George, sem óvænt er dreginn inn í atburðarás sem fæstir í heiminum vita að á sér stað: Leynileg bresk ríkisstofnun er trekk í trekk að spóla tilveru okkar til baka um sex mánuði, án þess að nokkur viti af. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Poker Face: Murder She Wrote, on the Road

Bullandi meðbyr er með Sjónvarpi Símans þessi misserin því hver HBO-þáttaröðin á fætur annarri dettur þar þinn. Í þokkabót er nú búið að opna fyrir streymi á Poker Face, nýja þætti frá Peacock streymisveitu NBC.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kaleidoscope: Ætlunarverk uppfyllt

Netflix frumsýndi á nýársdag spennuþáttaröðina Kaleidoscope. Á flesta vegu er þetta mjög hefðbundið ránsspennudrama. Það sem er þó nýstárlegt við þáttaröðina er að hægt er að horfa á þættina átta í hvaða röð sem er, en Netflix stillir þó síðasta þættinum í framvindunni ávallt upp sem lokaþætti. 

Gagnrýni
Fréttamynd

White Noise: Allt er gott ef ekki er vöruskortur

Netflix frumsýndi á milli jóla og nýárs nýjustu kvikmynd Noah Baumbachs, White Noise. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Don DeLillo og fjallar um bandaríska millistéttarfjölskyldu sem lendir í miðjum hamförum þegar eiturský nálgast heimili þeirra.

Gagnrýni