Memphis-Seattle í beinni Einn leikur verður í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en það er viðureign Memphis Grizzlies og Seattle Supersonics. Memphis hefur unnið tvo leiki og tapað einum, en Seattle hefur spilað tvo leiki og unnið annan þeirra. Pau Gasol er stigahæstur í liði Memphis með rúm 25 stig að meðaltali í leik, en Ray Allen hefur skorað rúmt 31 stig í leik fyrir Seattle. Leikurinn hefst klukkan eitt í nótt. Sport 8. nóvember 2005 22:00
San Antonio þurfti framlengingu í Chicago Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Sport 8. nóvember 2005 12:30
Enn tapar New York Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Lærisveinar Larry Brown í New York eru enn án sigurs og töpuðu öðrum leik sínum í röð á heimavelli í nótt fyrir Golden State Warriors. Sacramento náði sínum fyrsta sigri gegn Phoenix og LA Lakers lögðu Denver öðru sinni á nokkrum dögum. Sport 7. nóvember 2005 13:00
Milwaukee lagði Miami Milwaukee Bucks hefur byrjað vel í NBA deildinni í vetur og í nótt vann liðið þriðja leik sinn í röð þegar það skellti Miami á heimavelli sínum 105-100. Michael Redd og Bobby Simmons skoruðu báðir 23 stig fyrir Milwaukee og T.J. Ford 13 stigum og 11 stoðsendingum. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 21 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Ellefu aðrir leikir voru á dagskrá í nótt. Sport 6. nóvember 2005 14:00
Philadelphia bíður erfitt verkefni Lið Philadelphia 76ers hefur enn ekki unnið leik í deildarkeppni NBA það sem af er tímabili, en í kvöld sækir liðið Indiana heim í leik sem verður annar tveggja í beinni útsendingu á NBATV. Hinn leikurinn er viðureign LA Clippers og Minnesota Timberwolves. Sport 5. nóvember 2005 21:45
Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Sport 5. nóvember 2005 18:45
Tveir leikir í beinni Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV stöðinni á Digital Ísland í nótt. Fyrri leikurinn er viðureign Detroit Pistons og Boston Celtics, en síðari leikurinn er rimma Golden State Warriors og Utah Jazz. en þar eru á ferðinni lið sem ekki hafa sést mikið á skjánum hérlendis. Veislan byrjar fljótlega upp úr miðnætti. Sport 4. nóvember 2005 23:45
O´Neal verður frá í 2-4 vikur Shaquille O´Neal verður frá keppni í tvær til fjórar vikur með Miami Heat, eftir að hafa snúið sig illa á ökkla í leiknum við Indiana síðustu nótt. Þetta staðfestu læknar liðsins í dag. O´Neal hafði byrjað tímabilið nokkuð rólega og var aðeins með 15 stig og 6 fráköst að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum. Sport 4. nóvember 2005 20:00
Hann er "úr hverfinu" Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers hitti David Stern, framkvæmdastjóra NBA deildarinnar að máli fyrir leik Indiana og Miami í nótt og ekki var annað að sjá en að vel færi á með þeim. Stern dæmdi Artest sem kunnugt er í 73 leikja bann í fyrra fyrir slagsmál. Sport 4. nóvember 2005 19:00
Stórleikur Bryant dugði ekki gegn Suns Phoenix Suns lagði Los Angeles Lakers á útivelli í síðari leik kvöldsins í NBA í nótt 122-112. Phoenix hafði yfirburði í leiknum í gærkvöld, en liðið var þó næstum búið að glutra niður 17 stiga forystu í fjórða leikhluta eins og tveimur kvöldum áður gegn Dallas. Sport 4. nóvember 2005 18:00
Númer Miller hengt upp í mars Reggie Miller fær treyju sína hengda upp í rjáfur á heimavelli Indiana Pacers þann 31. mars næstkomandi í virðingarskyni fyrir farsælan feril hans, en Miller lék öll átján ár sín í deildinni með félaginu. Sport 4. nóvember 2005 17:15
Indiana vann í Miami Lið Indiana Pacers minnir rækilega á sig í upphafi leiktíðar í NBA og í nótt vann það góðan 105-102 útisigur á Miami Heat. Jermaine O'Neal skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst fyrir Indiana, en nafni hans Shaquille O´Neal þurfti að fara meiddur af leikvelli í síðari hálfleiknum með snúinn ökkla og missir væntanlega af næsta leik Miami. Sport 4. nóvember 2005 11:00
Flautukarfa Bryant tryggði Lakers sigur Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Sport 3. nóvember 2005 15:30
Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Sport 2. nóvember 2005 13:00
Dunleavy samdi við Golden State Framherjinn ungi Mike Dunleavy hjá Golden State Warriors, framlengdi í gær samning sinn við félagið um fimm ár og fær fyrir það um 44 milljónir dollara. Dunleavy var valinn þriðji í nýliðavalinu árið 2002 og fetaði með samningnum í fótspor Tayshaun Prince sem undirritaði svipaðan samning við Detroit skömmu áður. Sport 1. nóvember 2005 12:00
Prince semur við Detroit Framherjinn Tayshaun Prince hefur framlengt samning sinn við Detroit Pistons til fimm ára og fær fyrir það um 47 milljónir dollara í laun. Samningar milli umboðsmanns Prince og félagsins náðust á elleftu stundu, en ef það hefði ekki tekist, hefði Prince verði með lausa samninga næsta sumar. Sport 31. október 2005 18:00
Magloire til Milwaukee Bucks Milwaukee Bucks var duglegt á leikmannamarkaði NBA í sumar og fékk meðal annars fyrsta valréttinn í nýliðavalinu. Í gærkvöldi nældi félagið svo í enn einn leikmanninn þegar það fékk til sín miðherjann Jamaal Magloire frá New Orleans, í skiptum fyrir framherjann Desmond Mason og valrétt í nýliðavalinu á næsta ári. Sport 27. október 2005 12:15
Flautukarfa Payton tryggði Miami sigur Fjórir æfingaleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Gary Payton tryggði Miami Heat eins stigs sigur á Atlanta Hawks með körfu á síðustu sekúndu leiksins. Sport 25. október 2005 05:47
San Antonio NBA meistarar Tim Duncan átti eina af sínum slökustu seríum á ferlinum í úrslitunum gegn Detroit, en hann lét það ekki á sig fá og fór fyrir sínum mönnum í lokin á oddaleiknum í gær, þegar San Antonio tryggði sér þriðja titilinn á sjö árum með 81-74 sigri á Detroit. Sport 24. júní 2005 00:01
San Antonio 3 - Detroit 3 Flestir voru búnir að afskrifa meistara Detroit Pistons fyrir sjötta leikinn í San Antonio í lokaúrslitum NBA í gærkvöldi, en meistararnir sýndu og sönnuðu með góðum 95-86 útisigri, af hverju þeir unnu deildina í fyrra. Það verður því hreinn úrslitaleikur milli liðanna á fimmtudagskvöldið. Sport 22. júní 2005 00:01
San Antonio 3 - Detroit 2 Fyrstu fjórir leikirnir í einvígi San Antonio og Detroit voru lítið spennandi og unnust að jafnaði með um 20 stigum. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær dramatíkin hæfist í einvíginu og það var vel við hæfi að Robert Horry væri maðurinn til að sjá um þá hlið mála, en hann fór hamförum í lokin þegar San Antonio tryggði sér sigur 96-95, í framlengdum leik. Sport 20. júní 2005 00:01
San Antonio 2 - Detroit 2 Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. Sport 17. júní 2005 00:01
NBA í beinni á Sýn í kvöld Fjórði leikur Detroit Pistons og San Antonio Spurs í lokaúrslitum NBA verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Sport 16. júní 2005 00:01
San Antonio 2 - Detroit 1 Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Sport 15. júní 2005 00:01
Þriðji leikurinn í nótt Detroit og San Antonio mætast í nótt í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-körfuboltans og verður leikurinn á Sýn klukkan eitt eftir miðnætti. San Antonio er 2-0 yfir í einvíginu en næstu þrír leikir verða á heimavelli meistara Detroit. Sport 14. júní 2005 00:01
Phil Jackson aftur til Lakers Los Angeles Lakers hefur endurráðið Phil Jackson sem þjálfara liðsins. Jackson sagði af sér eftir síðustu leiktíð og þjálfaði ekkert á yfirstandandi keppnistímabili. Jackson hefur unnið níu NBA-meistaratitla með Chicago Bulls og Los Angeles og er sigursælasti þjálfari sögunnar ásamt Red Auerbach, fyrrverandi þjálfara Boston Celtics. Sport 14. júní 2005 00:01
San Antonio 2 - Detroit 0 San Antonio Spurs unnu nokkuð auðveldan 97-76 sigur á Detroit í öðrum leik liðanna á sunnudagskvöldið og hafa tekið góða 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu. Það var enn og aftur Manu Ginobili sem fór á kostum í liði Spurs og lagði grunninn að sigri þeirra. Sport 13. júní 2005 00:01
San Antonio 1 - Detroit 0 Manu Ginobili stal senunni í fyrsta úrslitaleik San Antonio og Detroit á fimmtudagskvöldið, þegar hann skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var maðurinn á bak við góðan sigur heimamanna, 84-69. Sport 10. júní 2005 00:01
Spurs-Pistons í beinni í kvöld San Antonio Spurs og Detroit Pistons leika fyrsta leik sinn um NBA-titilinn í körfubolta í kvöld. Fyrstu tveir leikirnir verða á heimavelli San Antonio. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti en allir leikir úrslitaeinvígisins verða í beinni útsendingu á Sýn. Sport 9. júní 2005 00:01
Duncan klár í NBA úrslitin Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs er klár í slaginn gegn Detroit Pistons í lokaúrslitum NBA og félagar hans eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með fyrirliðann, sem er að leika í sínum þriðja úrslitaleik á sex árum. Sport 7. júní 2005 00:01
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn