Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Sagði Harris ný­lega „orðna svarta“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum.

Erlent
Fréttamynd

Skammast sín vegna skotárásarinnar

Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda.

Erlent
Fréttamynd

Út­skýrir um­mælin um barn­lausar kattar­konur

Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga.

Erlent
Fréttamynd

Skákar Trump í skoðana­könnun

Kamala Harris mælist með tveggja prósenta forskot á Donald Trump í skoðanakönnun sem framkvæmd var eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga framboð sitt til forseta til baka.

Erlent
Fréttamynd

Trump hafi „misst kúlið“ í kjöl­far á­kvörðunar Bidens

Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump.

Erlent
Fréttamynd

„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“

Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Joe Biden dregur fram­boð sitt til baka

Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga.

Erlent
Fréttamynd

Ó­hemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér

Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Sendir Biden háðs­glósur á fyrsta kosninga­fundi eftir banatilræðið

Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí til­búinn að vinna með Trump

Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir það gæti orðið erfitt að vinna með Donald Trump, verði hann endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, en hann óttist ekki erfiði. Hann kveðst tilbúinn til að vinna með hverjum sem er við völd í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta ræða Trumps eftir banatilræðið

Landsfundur Repúblikana stendur nú yfir í Milwaukee í Wisconsin, og mikil spenna er í loftinu fyrir ræðu Donalds Trumps sem hann skrifaði upp á nýtt eftir banatilræðið. Búist er við því að ræðan hefjist um klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­for­setar skot­mörk blóðugra banatilræða

Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af.

Erlent
Fréttamynd

Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum

Árásarmaðurinn sem særði Donald Trump og myrti áhorfanda á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardag datt inn á radar lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) um klukkustund áður en hann lét til skarar skríða.

Erlent
Fréttamynd

Hét því að endur­vekja banda­ríska drauminn

„Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“

Erlent