Rækta grænmetið undir fótum viðskiptavina Nýr veitingastaður var að opna í stóru gróðurhúsi með glergólfi þar sem ræktað er grænmeti undir glergólfinu. Staðurinn heitir Sól veitingastaður. Lífið 3. september 2024 07:01
Vilja verða hverfisbarinn við Snorrabraut Nýr bar hefur verið opnaður við Snorrabraut í Reykjavík og ber hið viðeigandi heiti Snorrabar. Rekstrarstjóri vill bjóða upp á notalegan og stílhreinan hverfisbar með reglulegum tónlistarviðburðum. Viðskipti innlent 23. ágúst 2024 21:00
Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðskipti innlent 21. ágúst 2024 21:11
Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. Viðskipti innlent 21. ágúst 2024 15:49
Tónleikastöðum fækkar: „Þetta er bara sorgleg þróun“ Rekstraraðilar segja togstreitu milli hótelgeirans og tónlistarbransans verða til þess að æ fleiri tónleikastaðir þurfi að víkja úr miðborginni. Þróunin sé sorgleg. Viðskipti innlent 15. ágúst 2024 20:01
Stal gaskúti og stakk honum í Wolt-tösku Fyrr í sumar lenti Gústaf Björnsson í því að óprúttinn aðili með tösku með merkjum fyrirtækisins Wolt stal af honum gaskúti. Atvikið náðist á dyramyndavél en þar sést hvernig sendillinn læðist að grillinu við inngang hússins, laumar gaskútnum ofan í sendlapokann merktan Wolt og hraðar sér síðan í bílinn þar sem félagi hans bíður hans. Innlent 14. ágúst 2024 11:18
Gunnar Nelson mætti á golfbíl Frábær þátttaka og mikil gleði var á golfmóti Dineout Open sem fór fram í blíðskaparveðri á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Mótið var haldið í fjórða sinn þegar um 230 keppendur mættu til leiks en færri komust að en vildu eins og síðustu ár. Lífið 13. ágúst 2024 20:00
Opnuðu kaffihús fyrir hunda og ketti – Einn Puppaccino takk! Við Víkurhvarf 5 er huggulegt kaffihús þar sem flóra gesta er þó dálítið óvenjuleg. Þar geta gestir komið með hundana eða kettina sína með sér. Kaffihús Dýrheima nýtur vinsælda meðal hundaeigenda en er einnig spennandi kostur fyrir þá sem eiga ekki gæludýr. Lífið samstarf 7. ágúst 2024 11:30
Stefna að því að opna Starbucks á fyrri hluta næsta árs Berjaya Food International stefnir að því að opna fyrsta Starbucks-kaffihús Íslands á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 7. ágúst 2024 10:10
Starbucks kemur til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Viðskipti innlent 5. ágúst 2024 11:54
Starbucks opnar á Íslandi Kaffihúsakeðjan alþjóðlega Starbucks hyggst opna kaffihús á Íslandi innan tíðar. Malasíska félagið Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til þess. Viðskipti innlent 4. ágúst 2024 16:12
Bjórinn á rúmlega tvö þúsund krónur í erfiðum rekstri Hálfur lítri af bjórnum Bola kostar 2250 krónur á barnum Ja Ja Ding Dong á Húsavík. Á þessu vekur árvökull neytandi á Facebookhópi sem snýst um verðlagshækkanir. Eigandi staðarins segir reksturinn erfiðan og beinir sjónum að slæmum samgöngum á Norðausturlandi sem verði til þess að ferðamenn hringsnúist aðeins á Suðurlandinu. Neytendur 31. júlí 2024 20:37
Landsliðskokkur kaupir hverfisstaðinn: „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt“ Landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson hefur, ásamt eiginkonu sinni og bróður, fest kaup á hverfisstaðnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholti. Hann segir mikilvægt að halda hverfisstöðum sem þessum gangandi. Viðskipti innlent 21. júlí 2024 17:37
KFC á Íslandi segir meinta ljósmynd viðskiptavinar „falska“ Ljósmynd sem gefið var í skyn að væri af hráum kjúklingi keyptum á veitingastað KFC í Reykjanesbæ er „fölsk“, að sögn forsvarsmanna KFC á Íslandi. Svo virðist sem ljósmyndin hafi verið tekin erlendis fyrir minnst átta árum síðan. Viðskipti innlent 20. júlí 2024 18:11
Titringur á bókunarmarkaði: „Í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað“ Markaðstorgin Dineout og Noona hafa staðið í nokkuð harðri samkeppni um hlutdeild á bókunarmarkaði síðustu misseri. Yfirlýsingarnar fljúga fyrirtækjanna á milli og Samkeppniseftirlitið hefur skorist í leikinn. Viðskipti innlent 19. júlí 2024 15:29
Borgaði ekki á veitingastað og kærður fyrir fjársvik Tilkynnt var um aðila sem hafði neytt veitinga á veitingastað í hverfi 101 en gengið út án þess að greiða. Aðilinn var kærður fyrir fjársvik og lögregluskýrsla var rituð. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í dag. Innlent 18. júlí 2024 17:47
Veitingamenn berjist í bökkum Veitingamennirnir Aðalgeir Ásvaldsson og Simmi Vill segja að rekstrarumhverfi veitingastaða á Íslandi sé erfitt, gjaldþrot séu regluleg. Veitingamenn séu almennt ekki að okra, þótt finna megi undantekningar til dæmis á fjölförnum ferðamannastöðum. Þeir segja að óvíða sé harðari samkeppni en í veitingabransanum. Innlent 17. júlí 2024 11:43
Leggja upp laupana í Lundúnum Hamborgarabúllu Tómasar á Berwickstræti í Lundúnum hefur verið lokað. Endurskipulagning er í farvatninu að sögn framkvæmdastjóra. Viðskipti innlent 16. júlí 2024 15:27
Komu sér af vettvangi eftir árás á fjóra á veitingastað Enginn hefur verið handtekinn vegna líkamsárásar sem beindist gegn fjórum einstaklingum og átti sér stað á veitingastað í umdæmi Lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti, aðfaranótt sunnudags. Innlent 8. júlí 2024 10:36
KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. Viðskipti innlent 7. júlí 2024 23:46
Borgaði klink fyrir Kastalann og ekki krónu fyrir Wok On Veitinga- og athafnamaðurinn Quang Lé virðist hafa eignast krúnudjásnin í viðskiptaveldi sínu fyrir lánsfé og loforð sem lítil innistaða var fyrir. Þannig eignaðist hann Herkastalann fyrir aðeins sextíu milljóna króna útborgun og Wok On fyrir loforð um greiðslu síðar. Viðskipti innlent 5. júlí 2024 07:53
Setti sér markmið og hóf veitingarekstur átján ára Rakel Mirra Njálsdóttir hóf veitingarekstur á Akranesi í sumar aðeins átján ára að aldri. Hún vildi bjóða upp á hollan skyndibita og sá engan tilgang í því að bíða eftir því að verða eldri. Lífið 4. júlí 2024 13:26
Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóróveiru síðasta sumar Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar. Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. Innlent 4. júlí 2024 10:00
Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Neytendur 1. júlí 2024 07:40
Myndaveisla: Suðræn stemning í afmælisveislu Tres Locos Blásið var til heljarinnar veislu í tilefni tveggja ára afmælis veitingastaðarins Tres Locos á miðvikudaginn. Hópur tónlistarmanna og annarra skemmtikrafta mætti og skemmti lýðnum. Lífið 29. júní 2024 15:55
Segja eldsupptök ekki tengjast veitingastaðnum Upp kom eldur í Turninum á Höfðatorgi um hádegisbilið í dag. Rýming gekk vel og var slökkviliðið fljótt á vettvang og náði tökum á eldinum. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis sem rekur veitingastaðinn Intro á Höfðatorgi, segir eldsupptök ekki hafa tengst veitingastaðnum á nokkurn hátt. Eldsvoðinn var að mestu leyti einskorðaður við veitingastaðinn. Innlent 26. júní 2024 16:28
Wok on-veldið falt WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. Viðskipti innlent 24. júní 2024 19:10
Vilja loka fyrir umferð um Ráðhústorgið á sumrin Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. Innlent 21. júní 2024 11:11
Fyrrverandi starfsmaður Quang Le: „Hann er ekki velkominn hér“ Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu. Innlent 20. júní 2024 20:01
Wok On gjaldþrota WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 20. júní 2024 10:23