Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­deild á­kvörðun ráð­herra og gosmóða yfir borginni

Matvælaráðherra segir að þrátt fyrir að hún og Vinstri Græn séu á móti hvalveiðum hafi hún þurft að fara að lögum og leyfa veiðar. Hún vilji hins breyta lögunum og forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að betrumbæta þau.

Efast um heimild ráð­herra til rann­sóknar

Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Loksins kominn heim eftir slysið á Ís­landi sem um­turnaði lífi hans

Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans.

Á­hyggjurnar enn til staðar og engin trygging

Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur.

Ný ógn við ís­lensk fyrir­tæki og pönnukökumeistari krýndur

Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn forstjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það mjög alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum gegn Íslandi. Netöryggismálin verða í öndvegi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Kyn­ferðis­brot tengt Polar Nanoq og annað á­hlaup á Grindavíkurveg

Enginn er lengur í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. Þrír voru handteknir en öllum hefur verið sleppt. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.  

Borgar­stjóri á hvolfi hátt yfir Reykja­vík

Fjölmenni lagði leið sína á Reykjavíkurflugvöll í dag þar sem efnt var til íburðarmikillar flugsýningar. Gestir gátu virt fyrir sér tugi flugvéla á flugvellinum sjálfum í miklu návígi.

Blóð­bað við björgun gísla og bein út­sending frá Grinda­víkur­vegi

Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir þó ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við mótmælendur sem komu saman í fjölmennri kröfugöngu í miðborginni í dag.

„Hver sofnaði á verðinum?“

Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar.

Sjá meira