Líkamsræktarstöðvar

Fréttamynd

ReebokFitness skiptir um nafn

Líkamsræktarstöðin ReebokFitness ætlar að breyta nafni sínu, en samstarfi þeirra við Reebok vörumerkið er lokið. Leit stendur yfir að nýju nafni. Stöðin hefur starfað frá árinu 2011.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjald­þrotið nam 780 milljónum króna

Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dulin blessun að missa Bað­húsið

Linda Pétursdóttir segist þakklát og glöð fyrir líf sitt og segist sjaldan hafa verið hamingjusamari eftir alls kyns erfiðleika í gegnum tíðina. Linda, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist komin á þann stað að vera raunverulega frjáls frá áliti annarra, en það hafi tekið langan tíma.

Lífið
Fréttamynd

„Þessi mál koma okkur ekkert við“

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka.

Innlent
Fréttamynd

Slóð við­skipta sak­bornings tengist World Class-veldinu

Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Missti aldrei stjórn á að­stæðum í bað­stofunni

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Góð­kunningjum lög­reglu vísað úr bað­stofunni

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á laugardagsmorgun vegna sex einstaklinga karlmanna í baðstofunni í World Class í Laugum sem ónáðuðu aðra gesti. Félagarnir Björn Leifsson og Jóhannes Felixson, Jói Fel, brguðust við vandanum.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin er mætt í ræktina

Það er heldur betur gömul saga og ný að þjóðin ætlar sér alltaf að taka sig á í byrjun árs, koma sér í ræktina og missa nokkur kíló eftir hátíðirnar.

Lífið
Fréttamynd

Tein­réttur og verkjalaus eftir æfingar hjá OsteoStrong

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson var nánast búinn að gefa alla líkamsrækt upp á bátinn eftir Covid, enda með þrálátan verk í hnénu sem ágerðist jafnt og þétt. Þess í stað mætti hann til sjúkraþjálfara og í nálarstungumeðferðir til að reyna lina sársaukann, á meðan beið hann eftir að komast í hnéskiptaaðgerð.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Á maður ekki alltaf að stefna á toppinn?“

„Á maður ekki alltaf að stefna á toppinn?“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class spurð hvort hún stefni á að verða næsta íþróttavörulínudrottning landsins. Nýlega setti hún á markað nýja íþróttavöru- og lífstílslínu undir heitinu WCGW.

Lífið
Fréttamynd

Að verða edrú breytti öllu

Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er mjög löng og ströng bar­átta sem er fram­undan“

Hin þriggja ára gamla Glódís Lea Ingólfsdóttir greindist með illvígt krabbamein í júlí síðastliðnum og í kjölfarið snerist líf hennar og fjölskyldunnar á hvolf. Undanfarna mánuði hefur Glódís þurft að gangast undir stranga lyfjameðferð til að vinna bug á meininu og baráttunni er enn ekki lokið. 

Lífið
Fréttamynd

Besta heilsu­fars­lega á­kvörðun sem ég hef tekið

Óhætt er að segja að Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir sé lífsglöð og geislandi. Hún hefur alla tíð verið að dugleg að hreyfa sig og lætur aldurinn ekki draga úr þeirri löngun. Sem fyrr nýtur hún þess að synda, dansa og stunda golf og ræktar innri anda með að syngja í kór. Hún er í góðu formi og þakkar reglubundnum æfingum hjá Osteostrong fyrir aukinn styrk, betri vöðvamassa, bætta líkamsstöðu og síðast en ekki síst verkjaleysi í stoðkerfi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Stefnir á að rústa Ungfrú Ísland

Fyrirsætan og Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir stefnir á að hreppa titlana Ísdrottningin og Ungfrú Ísland fyrir fimmtugt ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlum. Hún grínast þar með nýjar reglur í fegurðarsamkeppninni.

Lífið
Fréttamynd

Cross­fitæði á Snæ­fells­nesi

Crossfitæði hefur gripið um sig í Snæfellsbæ en ungar konur á staðnum setti upp stöð á Rifi, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vinsælast er þegar æfingarnar fara fram við bryggju staðarins með bátana og sjóinn við hlið líkamsræktartækjanna.

Lífið