Fótbolti

Fréttamynd

Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði

„Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Man Utd örugg­lega á­fram í fyrsta leik Nist­el­rooy sem þjálfara

Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Ruud van Nistelrooy en hann tók við eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Nistelrooy byrjar vel en Rauðu djöflarnir unnu þægilegan 5-2 sigur í galopnum leik á Old Trafford.

Enski boltinn
Fréttamynd

Víðir og Reynir í eina sæng

Bæjarráð Suðurnesjabæjar, Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hafa samþykkt viljayfirlýsingu um stofnun nýs íþróttafélags í sveitarfélaginu. Stefnt er að stofnun hins nýja félags haustið 2026 og að nýr aðalvöllur félagsins verði í Sandgerði en að upphitaður gervigrasvöllur verði lagður á núverandi malarvelli í Garði.

Innlent
Fréttamynd

Erin frá Stjörnunni til Kanada

Markvörðurinn Erin McLeod hefur samið við Halifax Tides FC í Kanada, heimalandi sínu. Hún mun því ekki spila áfram hér á landi en undanfarin tvö ár hefur Erin spilað með Stjörnunni í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli jók for­skotið á toppi deildarinnar

Napoli lagði AC Milan 2-0 á útivelli í stórleik kvöldsins í Serie A, efstu deild karla í fótbolta á Ítalíu. Lærisveinar Antonio Conte eru komnir með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst

Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins í knattspyrnu og Manchester United, hefur lent í enn einu bakslaginu og verður lengur frá keppni en spáð var til um. Upprunalega átti hann að snúa aftur í september, svo október en nú er alls óljóst hvenær þessi meiðslahrjáði leikmaður mun snúa aftur á völlinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eiður Aron riftir við Vestra

Eiður Aron Sigurbjörnsson er samkvæmt heimildum Fótbolti.net með lausan samning eftir að hafa rift samningi sínum við Vestra eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lauk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir Arteta líkari Mourin­ho en Guar­diola

Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur fyrir Sky Sports, gagnrýndi Mikel Arteta og leikaðferð hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar gerði Arsenal 2-2 jafntefli við Liverpool á heimavelli en gestirnir jöfnuðu á 81. mínútu leiksins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rodri bestur í heimi 2024

Spænski miðjumaðurinn Rodri hlýtur Gullboltans árið 2024. Það þýðir að hann er besti leikmaður í heimi að mati franska tímaritsins France Football. Það hefur verðlaunað besta knattspyrnumanns heims ár hvert frá árinu 1956.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madríd og Barcelona lið ársins

Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti.

Fótbolti
Fréttamynd

Yamal besti ungi leik­maður heims

Evrópumeistarinn Lamine Yamal vann í kvöld Kopa-verðlaunin sem eru hluti af verðlaunahátíðinni þegar Gullboltinn er tilkynntur. Verðlaunin hlýtur besti leikmaður heims undir 21 árs aldri.

Fótbolti