Vísir

Mest lesið á Vísi



Tískutal - Ragnhildur Eiríksdóttir

Ragnhildur Eiríksdóttir, jógakennari og alvöru lífskúnstner, starfar sem flugfreyja og er menntaður klæðskeri. Fataskápur Ragnhildar er mikill ævintýraheimur en hún hefur breytt og betrumbætt næstum því hverja einustu flík sem hún á. Þessi mikla skvísa og ævintýrakona hefur ferðast um allan heim og endurspeglar fataskápurinn það svo sannarlega. Hún hefur alltaf haft þörf til þess að fara eigin leiðir og skín skært hvert sem hún fer en Ragnhildur er viðmælandi í Tískutali þar sem hún deilir ýmsum skemmtilegum tískusögum.

Tískutal
Fréttamynd

Verð­bólga heldur á­fram að hjaðna

Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið minni frá því í desember árið 2020 þegar hún mældist 3,6 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,37 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

„Hverjum manni aug­ljóst“ að um­gjörð banka­kerfisins skaðar sam­keppnis­hæfni

Það ætti að vera „hverjum manni augljóst“ að umgjörðin um fjármálakerfið, sem felst í sértækum sköttum og gullhúðun regluverks, dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað alls íslensks atvinnulífs, ekki aðeins fjármálageirans, að sögn stjórnarformanns Kviku sem hvetur stjórnvöld til að ráðast í úrbætur. Hann segir að með fjármununum sem fást við söluna TM, sem var samþykkt að greiða út að stórum hluta í arð til hluthafa á aðalfundi í gær, sé tekið mikilvægt skref til að ná meðal annars markmiðum um að aukar vaxtatekjur bankans.

Innherji

Fréttamynd

Ný íbúða­byggð með betri loft­gæðum

Um þessar mundir er verið að reisa 436 íbúða byggð á Orkureitnum við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þar verða kynntar til sögunnar nýjar lausnir í loftræstingu íbúða sem tryggja betra loft innandyra en áður hefur þekkst. Hver íbúð stýrir sínu eigin loftstreymi sem tryggir jákvæða orku alla daga og hefur um leið þau áhrif að verulega er dregið úr hljóðmengun í íbúðum því ekki þarf að opna glugga til að fá frískt loft.

Samstarf