Sport

Landsliðskonum fjölgar hjá Val

Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.

Handbolti

Davíð Snorri nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari

Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta í stað Jóhannes Karls Guðjónssonar. Davíð hefur þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, nú nýlegast u21 árs landsliðið. 

Fótbolti

Ekki nægur meiri­hluti fyrir breytingu á merki Þróttar

Ekki náðist nægur meirihluti fyrir því að gera breytingar á merki Knattspyrnufélagsins Þróttar á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunni en ekki náðist aukinn meirihluti líkt og hefði þurft til. Merkið félagsins mun því haldast óbreytt.

Sport

Kurr í hlaupaheiminum vegna ó­vissu með Reykja­víkur­mara­þonið

Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur.

Sport

Ó­trú­legur við­snúningur Lyon

Framan af nýlokinni leiktíð stefndi allt í að Lyon myndi falla úr frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fjárhirslur félagsins hafa séð betri daga og virtist það vera ná til leikmanna liðsins sem voru í fallsæti í desember.

Fótbolti

Starfs­maður Fylkis dæmdur í tveggja leikja bann

Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis og liðsstjóri beggja meistaraflokka félagsins í Bestu deild karla og kvenna hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann þar sem hann hefu rnælt sér í tvö rauð spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá þarf Fylkir að greiða 20 þúsund króna sekt vegna rauðu spjaldanna.

Íslenski boltinn

„Menn eru gríðar­lega súrir“

Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin.

Íslenski boltinn

Tvenna Orra Steins dugði ekki og titil­vonir FCK úr sögunni

Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins.

Fótbolti