Lífið

Eurovision-vaktin: Nemo vann á dramatísku kvöldi í Malmö

Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa
Nemo fagnaði sigri í Malmö eftir óaðfinnanlega frammistöðu.
Nemo fagnaði sigri í Malmö eftir óaðfinnanlega frammistöðu. Getty

Söngkvárið Nemo frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari þegar úrslitakvöld Eurovision fór fram í Malmö í kvöld. Hán söng lagið The Code með miklum tilþrifum og naut hylli bæði meðal dómnefnda Evrópa og þeirra sem kusu í símakosningu.

Króatar þóttu líklegastir til sigurs en svo fór að Baby Lasagna hafnaði í öðru sæti. Frakkar höfnuðu svo í þriðja sæti. 

Upptöku af útsendingunni má sjá að neðan.

Fylgst var með gangi mála í Malmö í kvöld í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.

Fréttin var uppfærð að lokinni keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×