Sport

Fékk flösku í hausinn í gær og mætti með hjálm í dag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Novak Djokovic mætti með þar til gerðan öryggisbúnað í dag.
Novak Djokovic mætti með þar til gerðan öryggisbúnað í dag.

Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic mætti með helstu varúðarráðstafanir er hann gaf aðdáendum eiginhandaráritanir á Opna ítalska mótinu í tennis í dag.

Djokovic mætti á æfingu í dag með reiðhjólahjálm á hausnum eftir að hafa fengið vatnsflösku í höfuðið í gær. Serbinn varð fyrir flösku sem féll niður af áhorfendapöllum er hann gaf aðdáendum eiginhandaráritanir í kjölfar sigurs hans gegn Corentin Moutet í fyrstu umferð mótsins í gær. Djokovic féll til jarðar við höggið, en jafnaði sig þó fljótt.

Djokovic hafði greinilega engan áhuga á því að lenda í svipuðu atviki er hann mætti á æfingu í dag. Hann mætti á svæðið með derhúfu og reiðhjólahjálm og sá þar með til þess að engin vatnsflaska myndi skaða hann í þetta skiptið.

„Í þetta skipti mætti ég undirbúinn,“ ritaði Djokovic á samfélagsmiðla sína og birti með textanum myndband af sér með hjálminn góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×