Innlent

Rann­saka al­var­legt ofbeldisbrot í Ár­nes­sýslu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ofbeldisbrotið átti sér stað í Reykholti.
Ofbeldisbrotið átti sér stað í Reykholti. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Málið kom upp í lok apríl en gæsluvarðhald yfir þeim grunuðu var í síðustu viku framlengt til 24. maí, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Allir grunaðir í málinu eru Íslendingar, en sá sem ráðist var á er erlendur ríkisborgari sem hefur búið hér á landi í langan tíma. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook.

Lögregla segir að rannsókn málsins sé enn í fullum gangi og lögreglu því ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×