Innlent

Halla Tómas­dóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pallborðið Forsetakosningar 2024, Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Steinunn ólína
Pallborðið Forsetakosningar 2024, Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Steinunn ólína

Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig.

Niðurstöður könnunarinnar birtust í Morgunblaðinu í morgun en þar segir að 26 prósent hyggist kjósa Höllu Hrund, 19,2 prósent Katrínu Jakobsdóttur, 17,9 prósent Baldur Þórhallsson og 13,8 prósent Jón Gnarr.

Halla Tómasdóttir, sem hefur sótt á í könnunum á síðustu dögum, mælist með 12,5 prósent fylgi en í síðustu könnun Prósents mældist hún með 5,1 prósent.

Prósent spurði þátttakendur einnig að því hvern kjósendur teldu sigurstranglegastan.

36,4 prósent nefndu Höllu Hrund, 35 prósent Katrínu, 13,8 prósent Baldur, 6,7 prósent Höllu Tómasdóttur og 4,2 prósent Jón Gnarr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×