Enski boltinn

Foss á Old Trafford leik­vanginum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rignining var það mikil að það myndaðist foss á Old Trafford leikvanginum í gær.
Rignining var það mikil að það myndaðist foss á Old Trafford leikvanginum í gær. Getty/Michael Regan

Forráðamenn Manchester United hafa viðurkennt það að Old Trafford leikvangurinn réð ekki við rigninguna sem dundi á Manchester í lokin á leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Rigningin var reyndar rosaleg sem sást vel í lok sjónvarpsútsendingarinnar sem og í umfjöllun fjölmiðla eftir leikinn þar sem fréttamenn voru komnir í skjól lengst upp í stúku í stað þess að vera niðri á grasinu.

41 millimetra rigning féll á tveimur klukkutímum eftir lokaflautið í gær og á samfélagsmiðlum sáust myndband af því hvernig foss myndaðist á leikvanginum.

Vatnið streymdi niður í gegnum holu í þaki Old Trafford en hún var á milli East Stand og Sir Alex Ferguson Stand. Leikvangurinn kom því ekki vel út á netmiðlum þar fólk kepptist við það að gera grín af leikhúsi draumanna.

Það voru líka á flakki um netið myndbönd af vatni streyma niður stúkuna, undir sætunum, auk þess að það mynduðust stórir pollar á sjálfu grasinu.

Í frétt ESPN kom fram að umræddir forráðamenn telja þetta vera enn eina sönnuna á því af hverju Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi í félaginu, leggur nú ofurkapp á því að taka leikvanginn í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×