Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Ég elska að við töpum ekki hér“

Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þeir bara börðu okkur út úr þessu“

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal til Andra Más eftir stórt tap gegn Valsmönnum í kvöld en hann sagði sína menn hafa orðið undir í baráttu og ákefð að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ís­lenskur körfu­bolti á­fram á Stöð 2 Sport næstu árin

Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas leiðir eftir stór­leik Luka og Kyri­e

Dallas Mavericks lagði Minnesota Timberwolves í fyrsta leik liðanna í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar. Leikurinn var æsispennandi og á endanum skildu aðeins þrjú stig liðin að, lokatölur 108-105 Dallas í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

LaMelo kærður fyrir að keyra á ungan dreng

Móðir ungs drengs í Charlotte í Bandaríkjunum hefur kært körfuboltamanninn LaMelo LaFrance Ball, leikmann Charlotte Hornets í NBA-deildinni, fyrir að keyra yfir fótinn á syni sínum þegar Ball var að keyra frá Spectrum-höllinni, heimavelli liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Ís­lands­meistarinn Sverrir Þór hættur með Kefla­vík

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Kefla­vík Ís­lands­meistari 2024

Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“

Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Titill undir og spennan mikil

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik liðsins við Njarðvík í úrslitaeinvígi kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík verður Íslandsmeistari með sigri.

Körfubolti