Innlent

Fréttamynd

Lýsa eftir átta ára dreng

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Garðari Mána Davíðssyni, 8 ára. Síðast er vitað um ferðir hans við íþróttamiðstöðina á Varmá í Mosfellsbæ um klukkan 16:30 í dag.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lýsa eftir Sigurði Fannari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Fannari Þórssyni, 44 ára. Sigurður, sem er 172 sentimetrar á hæð, er búsettur í Grafarvogi.

Innlent
Fréttamynd

Breyttar for­sendur kalli á nýjan ung­linga­skóla í Laugar­dal

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir ofbeldishrinu

Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun.

Innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af ný­fæddum lömbum á Höfða

Dýralæknir sem kannaði aðstæður á sauðfjárbúi í Borgarfirði sem MAST fylgist sérstaklega með segir aðbúnað nokkurra dýra þar óviðunandi. Hún gagnrýnir að slíkt eigi sér stað á sama tíma og stofnunin segist vera að sinna skyldum sínum í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi dræmari kjör­sókn nú en í síðustu for­seta­kosningum

Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Full­trúar Stíga­móta reyna að tryggja öryggi kvennanna í Nígeríu

Talskona Stígamóta segir íslenska ríkið brjóta alþjóðasáttmála með því að vísa þolendum mansals úr landi og tryggja ekki öryggi þeirra á viðkomustað. Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið til Frankfurt seint í gær. Fulltrúar Stígamóta vinna að því að tryggja öryggi þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Heim­sótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið

Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Má ég taka þátt... í lífinu?

Má ég taka þátt... i lífinu? er yfirskrift hádegisfundar ÖBÍ réttingasamtaka þar sem fjallað verður um endurskoðun hjálpartækjahugtaksins. Fundurinn stendur frá klukkan 12 til 13:30 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Land­ris heldur á­fram á sama hraða

Svipuð staða er í Svartsengi og undanfarna daga með áframhaldandi landrisi. Kvikusöfnun er sögð halda áfram á sama hraða og áður og fyrirvari á öðru gosi gæti orðið mjög stuttur.

Innlent
Fréttamynd

Frið­lýsir hluta Fjaðrár­gljúfurs

Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Um­gengni og við­horf til fatagáma hafi farið hríðversnandi

Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins segir slæma umgengni við fatagámana hafa aukist mikið síðustu ár. Fjallað hefur verið um það í hverfagrúppum á Facebook síðustu daga að fatagámar séu fullir og búið að tæta úr pokum. Sorpa tekur við söfnun textíls úr fatagámum í júní. 

Innlent