Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Að kjósa með hjartanu!

Framundan er spennandi barátta tólf flottra frambjóðenda til forsetaembættis. Valið er hugsanlega erfitt fyrir marga, því að hlaðborðið er glæsilegt og fjölbreytt og ljóst að kosningarnar á laugardaginn verða æsispennandi.

Skoðun
Fréttamynd

Heilt kjör­tíma­bil án árangurs í lofts­lags­málum

Í dag stóð Umhverfisstofnun fyrir Loftslagsdeginum í Hörpu, viðburði sem er búinn að festa sig í sessi sem árlegt tilefni til að taka stöðuna og ræða staðreyndir í kringum loftslagsmálin. Fullur salur af sérfræðingum og áhugafólki þurfti þar, líkt og undanfarin ár, að hlusta á umhverfisráðherra lýsa stöðu sem engin kannast við nema þau sem eyða flestum dögum í grænþvottaherbergjum ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir og Sólskinsdrengurinn

Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn.

Skoðun
Fréttamynd

Taktík. - Fyrir fegurðina og lýð­ræðið

Í núverandi stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir að kjörinn forseti þurfi meirihluta stuðning kjósenda. Hinsvegar í nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir því að nái engin frambjóðenda meirihluta þá verði seinni umferð kosninga þar sem kosið er á milli tveggja efstu frambjóðenda úr fyrri umferð.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum Baldur fyrir öryggi okkar allra

Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna er Halla Hrund efst

Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetakosning, auð­lindir í þágu al­mennings

Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir lætur verkin tala

Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera.

Skoðun
Fréttamynd

For­seta­kosningar: Menningar­legt for­ræði fjórða valdsins

Með orðræðugreiningu leitast menn við að greina undirliggjandi merkingu texta og myndmáls. Edward W. Said beitti henni til dæmis við að varpa ljósi á svokallað menningarlegt forræði og hvernig aldagömul menning Austurlanda var túlkuð út frá vestrænum viðmiðum. Í gegnum menningarlegt forræði nýtir sá er valdið hefur (rétttrúnaðarelítan) stöðu sína til að laga hlutina að eigin normum og gildum.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að vera minn for­seti?

Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund – með víð­tæka þekkingu á á­skorunum sam­tímans

Af öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands hefur Halla Hrund bestu menntunina, þekkinguna og reynsluna til að takast á við og vekja máls á áskorunum samtímans. Hvort sem um er að ræða alþjóðasamskipti eða málefni sem tengjast náttúruvernd, sjálfbærri nýtingu auðlinda, loftslagsvandanum, orkuskiptum eða forgangsröðun auðlinda og orku til almennings þá hefur Halla Hrund bestu undirstöðuna til að geta sinnt embættinu með sóma fyrir alla landsmenn. Þess vegna er Halla Hrund minn forsetaframbjóðandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­stakt tæki­færi til listnáms í Mynd­lista­skólanum í Reykja­vík fyrir ein­stak­linga með þroskaskerðingu

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður fjölbreytt listnám á framhaldsskólastigi og nám á fjórða hæfnisstigi sem brúar bil milli framhaldsskóla- og háskólastigs. Einnig hefur skólinn í allmörg ár boðið einstaklingum með þroskaskerðingu eins árs diplómanám. Í listsköpun birtast oft hæfieikar einstaklinga sem hið hefðbundnda skólakerfi hefur ekki náð að draga fram.

Skoðun
Fréttamynd

Véla­kaup valdaelítunnar skal að vettugi hafa

Í forsetaframboði er sennilega óvinsælasti atvinnupólitíkus síðari ára. Ákvörðun hennar um framboð, þá sem sitjandi forsætisráðherra var tekin af ásettu ráði. KJ er nefnilega enginn bjáni, heldur tækifærissinni.

Skoðun
Fréttamynd

Orkan hjá Höllu Hrund

Frá alda öðli hefur íslenska þjóðin nýtt sér þá sérstöðu að búa á háhitasvæðum og virkjað jarðhitann þjóðinni allri til framdráttar. Saga hitaveitunnar á Íslandi er stórmerkileg og tilvist hennar þekkt á heimsvísu. Fólk lagðist á eitt við að byggja hana upp á sínum tíma og hefur hún þjónað okkur sem grunninnviðir síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum Baldur fyrir unga fólkið

Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúru­barnið Katrín Jakobs­dóttir

Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti.

Skoðun
Fréttamynd

Mér finnst á mig hlustað

Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vopnið gegn hatri

Margt hefur verið skrifað um fræðimanninn Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðinginn og frumkvöðul. En ég þekki hann ekki. Baldur sem ég þekki er fjölskyldumaður, góðhjartaður, barngóður og samkynhneigður.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð­höfðinginn Katrín

Ég er svokallaður yfirlýstur kjósandi Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands. Ég geng um með barmmerki, merki mig á samfélagsmiðlum, smala í kosningakaffi, hengi upp veggspjöld, set meira að segja upp derhatt og reyni að svara fyrir þessa skoðun mína á internetinu.

Skoðun