Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sekta Ár­vakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna aug­lýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 

Neytendur


Fréttamynd

Hver verður Iðnaðar­maður ársins 2024 - kosning

X977 og Sindri leita nú að Iðnaðarmanni ársins 2024. Fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn bárust dómnefndinni sem hefur legið undir feldi síðustu daga. Sjö einstaklingar þóttu skara fram úr og nú gefst lesendum kostur á að kjósa á milli þeirra.

Samstarf
Fréttamynd

Mun stýra tækni­sviði Car­b­fix

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir hefur verið ráðin til Carbfix þar sem hún mun stýra tæknisviði félagsins. Hún var áður forstöðumaður upplýsingatæknireksturs hjá Alvotech og þar á undan forstöðumaður þjónustustýringar hjá Reiknistofu bankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kolefnasporlausir bílar fyrir 2030? Polestar er með plan

Rafbílar eru umhverfisvænni kostur og sá samgöngumáti sem framtíðin snýst um. Rafbílar skilja þó eftir sig kolefnisspor við framleiðslu en er yfir höfuð hægt að fara fram á að bíll sé algjörlega sporlaus kolefnislega séð? Sænski bílaframleiðandinn Polestar segir „já, og við ætlum að græja það!“

Samstarf
Fréttamynd

Aukið at­vinnu­leysi

Í marsmánuði voru 9.500 manns atvinnulausir á Íslandi samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,1 prósent og jókst um 0,5 prósentustig milli mánaða. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kynning á yfir­lýsingu peningastefnunefndar

Seðlabanki Íslands birti í morgun yfirlýsing peningastefnunefndar og Peningamál. Stýrivextir eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25. Tíunda mánuðinn í röð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekstrar­af­koma Sýnar ekki á­sættan­leg

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einar hættir með Grillbúðina

Einar Long, sem rekið hefur Grillbúðina um árabil, hefur ákveðið að setjast í helgan stein. Húsasmiðjan tekur við vörumerkjunum sem seld hafa verið í Grillbúðinni um 17 ára skeið.

Viðskipti innlent