Viðskipti innlent

Til­nefndur sem besti leikur fyrir snjall­tæki á Norður­löndum

Atli Ísleifsson skrifar
Starborne Frontiers er hlutverkaleikur þar sem spilarinn setur sig í hlutverk flotaforingja.
Starborne Frontiers er hlutverkaleikur þar sem spilarinn setur sig í hlutverk flotaforingja. Solid Clouds

Íslenski tölvuleikurinn Starborne Frontiers frá Solid Clouds hefur verið tilnefndur til Norrænu tölvuleikjaverðlaunanna sem besti tölvuleikur fyrir snjalltæki á árinu 2024.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Solid Clouds, en Starborne Frontiers er hlut­verka­leikur þar sem spil­ar­inn set­ur sig í hlut­verk flota­for­ingja sem safn­ar og upp­fær­ir flota til að kanna, skipu­leggja og sigra ­heim­inn sem er full­ur af spennu og bar­dög­um ólíkra stríðandi fylkinga.

„Verðlaunin eru veitt af Norrænu tölvuleikjastofnuninni (e. Nordic Game Institute) en að henni standa tölvuleikjasambönd Norðurlanda, þar á meðal Samtök íslenskra leikjafyrirtækja (IGI). Fleiri hundruð leikir voru tilnefndir og fimm sem komust í úrslit, þar á meðal Starborne Frontiers. Verðlaunin verða veitt á Norrænu leikjaráðstefnunni (Nordic Game conference) í Malmö, Svíþjóð, 23. maí næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. 

Haft er eftir Stefáni Gunnarssyni forstjóra Solid Clouds að það sé ánægjulegt að sjá Starborne Frontiers fá viðurkenningu frá jafn virtri stofnun en leikjafyrirtæki Norðurlanda standi í fremstu röð í heiminum. „Þessi tilnefning gefur Solid Clouds teyminu byr í seglinn og við bíðum spennt eftir niðurstöðu dómnefndar.”





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×