Innlent

Bein út­sending: Má ég taka þátt... í lífinu?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 12.
Fundurinn hefst klukkan 12. Aðsend

Má ég taka þátt... i lífinu? er yfirskrift hádegisfundar ÖBÍ réttingasamtaka þar sem fjallað verður um endurskoðun hjálpartækjahugtaksins. Fundurinn stendur frá klukkan 12 til 13:30 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 

Í tilkynningu kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra muni opnunarávarp fundarins. 

Þá flytur Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum taka við umræður.

Hver ræður því hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækjum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær að taka þátt? Þessum spurningum og fleirum verður svarað á fundinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×