Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Glæsi­legt rað­hús Maríu Paz til sölu

María Gomez lífstílsbloggari og eiginmaður hennar Ragnar Már Reynisson hafa sett raðhús sitt við Ásbúð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1979. Eignin hefur verið endurnýjuð að innan á vandaðan og smekklegan máta. Ásett verð er 163,7 milljónir.

Balti var í hest­húsinu þegar Jason Statham hringdi

„Góðu tíðindin eru að Statham myndin rokseldist í Cannes og er bara klár í slaginn,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur um spennumynd sem hann og harðhausinn Jason Statham ætla að gera saman.

Bjöggi Takefusa og Sól­veig nefna dótturina

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur nefndu dóttur sína við fallega athöfn um helgina. Stúlkunni var gefið nafnið Indíana Rós. 

Elísa Viðars og Rasmus nefndu soninn

Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen nefndu son sinn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn heitir Theodór Sindri Christiansen.

Stjörnulífið: „Tvær klámkerlingar á kynfræðiráðstefnu“

Liðin vika var umvafin sólríkum ferðalögum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Birta Líf nutu veðurblíðunnar í New York á meðan tónlistarkonan Laufey Lín hélt sína stærstu tónleika til þessa í Indónesíu fyrir framan 7500 áhorfendur. Þvílík stjarna!

Edda Falak á von á dreng

Edda Falak baráttukona og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eiga von á dreng. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. 

„Það er al­deilis ekki sjálf­sagt að hafa heilsu“

Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum.

Binni Glee hrundi til jarðar í Köben

Brynjar Steinn Gylfason, Binni Glee, lenti í því óheppilega atviki í gær að falla í yfirlið þegar hann gekk út úr neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn. Hann segist vera í áfalli eftir atvikið þó allt hafi farið vel að lokum. 

Sumarleg pitaya-skál frá Balí sem þú verður að prófa

Júlía Magnúsdóttir, hráfæðiskokkur og eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar, deildi uppskrift að sumarlegri smoothie skál á dögunum sem er sögð bragðast eins og ís. Meginuppistaðan í skálinni er hinn suðræni og skærbleiki drekaávöxtur sem er stútfullur af næringarefnum.

Sjá meira