Frakkland

Fréttamynd

Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag

Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 

Erlent
Fréttamynd

Segja Frakka ætla að senda her­menn til Úkraínu

Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni.

Erlent
Fréttamynd

Anora hlaut Gullpálmann í ár

Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Drápu fanga­verði og hjálpuðu fanga að strjúka

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán.

Erlent
Fréttamynd

Sið­ferði­leg heilindi Há­skóla Ís­lands á tímum þjóðarmorðs

Alda stúdentamótmæla hefur brotist út um allan heim og hafa stúdentar slegið upp tjaldbúðum og skipulagt mótmæli til að vekja athygli á þjóðarmorði Ísraelsríkis á palestínsku þjóðinni. Kennarar og stúdentar hafa verið handteknir, m.a. við Colombia háskóla í New York og Science Po í París.

Skoðun
Fréttamynd

Reiðir yfir um­mælum Macrons og halda æfingar með kjarn­orku­vopn

Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Kreml for­dæmir um­mæli Macrons og Camerons

Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun.

Erlent
Fréttamynd

Skipu­lögðu á­rásir í Þýska­landi og víðar í nafni ISKP

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 

Erlent
Fréttamynd

Lokuðu þorpi í leit að svörum um hvarf tveggja ára drengs

Lögregluþjónar lokuðu í gær smáu þorpi í frönsku Ölpunum. Sautján manns, auk lögregluþjóna, hafa verið í þorpinu til að reyna að finan einhver svör um hvað kom fyrir hinn tveggja ára gamla Emile sem hvarf þaðan sporlaust síðasta sumar.

Erlent
Fréttamynd

Senda fleiri eld­flaugar og fall­byssur til Úkraínu

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu.

Erlent