Innlent

Vilja tryggja öryggi starfs­fólks í vega­vinnu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Oft er unnið í mikilli nálægð við umferð. 
Oft er unnið í mikilli nálægð við umferð.  Vísir/Vilhelm

Öryggi starfsfólks við vegavinnu er til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar í dag. Á fundinum verður kynnt vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, flutt stutt erindi um reynslu fólks af því að starfa í nálægð við þunga og hraða umferð. Samgöngustofa frumsýnir myndband um akstur gegnum vinnusvæði.

Í tilkynningu um fundinn segir að vegavinna í nálægð við þunga og hraða umferð geti verið stórhættuleg þeim sem við hana vinna. Því séu vinnusvæði ávallt vel merkt og hraði í gegnum þau lækkaður. Það beri þó ekki alltaf árangur og hraði í gegnum vinnusvæði sé oft mikill. Það auki mjög hættu fyrir starfsfólk og vegfarendur.

Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ, og stendur frá klukkan 9:00 til 10:15. Fundurinn er opinn öllum og heitt verður á könnunni. Fundurinn er einnig í beinu streymi sem hægt er að horfa á hér að neðan. 

Dagskrá

  • Manstu ekki eftir mér? Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar 
  • Óöryggi á vegum úti. Þröstur Reynisson, verkstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi 
  • Hraðakstur á vinnusvæðum er vandamál. Ágúst Jakob Ólafsson/Einar Hrafn Hjálmarsson, verkstjóri hjá ÍAV. Akstur um vinnusvæði – Fræðslumynd. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu 
  • Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson

Fundurinn er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Samgöngustofu. Í tilkynningu segir að fjöldi verktaka muni taka þátt í vitundarátakinu í sumar með því að setja upp skilti til að minna fólk á að aka varlega, enda séu mæður, feður, ömmur, afar, frændur og frænkur að störfum. Þannig verður reynt að auka vitund vegfarenda um öryggi starfsfólks við vegavinnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×