Sport

Dag­skráin í dag: Sófasunnudagur frá morgni til kvölds

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keflvíkingar eru með forystuna í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna.
Keflvíkingar eru með forystuna í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. Vísir/Vilhelm

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á troðfulla dagskrá frá morgni til kvölds þennan Hvítasunnudaginn. Alls verða sautján beinar útsendingar frá morgni til kvölds.

Stöð 2 Sport

Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna heldur áfram þegar Njarðvík tekur á móti Keflavík í öðrum leik rimmunnar. Keflvíkingar leiða einvígið 1-0, en bein útsending hefst á slaginu klukkan 18:30.

Að leik loknum verða sérfræðingar Körfuboltakvölds á svæðinu til að gera leikinn upp.

Stöð 2 Sport 2

Ítalski boltinn og NBA deila sviðsljósinu á Stöð 2 Sport 2 og við hefjum leik á viðureign Sassuolo og Cagliari klukkan 10:20 áður en Udinese og Empoli mætast klukkan 12:50.

Klukkan 15:50 er svo komið að viðureign Inter og Lazio áður en New York Knicks tekur á móti Indiana Pacers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta klukkan 19:30.

Við lokum svo dagskránni á upptöku af viðureign Roma og Genoa klukkan 00:00 á miðnætti þar sem Albert Guðmundsson verður í eldlínunni með Genoa.

Stöð 2 Sport 3

Barcelona tekur á móti Tenerife í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 10:20 og klukkan 16:20 mætast Real Madrid og Gran Canaria í sömu deild.

Klukkan 19:00 er svo komið að lokadegi Mizuho Americas Open á LPGA-mótaröðinni í golfi.

Stöð 2 Sport 4

PGA-meistaramótinu í golfi lýkur í kvöld og verður bein útsending frá lokadeginum frá klukkan 17:00.

Vodafone Sport

Formúlan á sviðið að mestu á Vodafone Sport og við hefjum leik nú strax klukkan 06:20 þegar keppni á Imola-brautinni í Formúlu 3 hefst. Formúla 2 tekur svo við klukkan 07:50 áður en stóra stundin rennur upp í Formúlu 1 þar sem bein útsending hefst klukkan 12:30.

Þá mætast Rays og Blue Jays í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 17:30 áður en Gotham og Red Stars mætast í bandarísku NWSL-deildinni í knattspyrnu tekur við klukkan 20:55. Við skiptum svo aftur yfir á NHL-deildina klukkan 23:00 þegar Padres og Braves eigast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×