Körfubolti

Besti Belginn í Subway deildinni samdi við Hauka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lore Devos á ferðinni í undanúrslitaleik bikarkeppninnar á móti Grindavík.
Lore Devos á ferðinni í undanúrslitaleik bikarkeppninnar á móti Grindavík. Vísir/Diego

Haukar hafa fengið öflugan liðstyrk  í kvennakörfunni með því að semja við einn besta evrópska leikmann deildarinnar.

Lore Devos og Körfuknattleiksdeild Hauka hafa nefnilega komist að samkomulagi um að Devos spili með Haukum í Subway deild kvenna á næstu leiktíð.

Hún er 25 ára framherji sem spilaði mjög vel með Þórsurum í deildinni í vetur og var með 21,4 stig, 9,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Devos átti mikinn þátt í góðu gengi nýliðana að norðan sem komust bæði í bikaúrslitaleikinn sem og í úrslitakeppnina.

Devos útskrifaðist frá Colorado State árið 2021 þar sem hún skilaði 13 stigum og 7 fráköstum í leik á sínu síðasta tímabili með skólanum. Þá hefur hún spilað með Elfic Fribourg Basket í Sviss og svo Castors Braine í Belgíu eftir veru sína í Colorado.

Lore spilar þessa dagana með Launceston Tornadoes í Ástralíu og kemur þaðan til Hauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×