Enski boltinn

Leeds í úr­slit um sæti í ensku úr­vals­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Leeds fagna einu af mörkum kvöldsins.
Leikmenn Leeds fagna einu af mörkum kvöldsins. Michael Regan/Getty Images

Leeds United er komið í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 4-0 sigur á Norwich City í síðari leik liðanna í undanúrslitum umspilsins. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en í kvöld var aldrei spurning um hvort liðið væri á leið á Wembley.

Ilia Gruev kom Leeds yfir strax á 7. mínútu og Joël Piroe tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Georginio Rutter gerði svo gott sem út um einvígið með þriðja marki Leeds þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks.

Á 68. mínútu Crysencio Summerville fjórða mark Leeds og heimamenn þegar farnir að undirbúa förina á Wembley. Lokatölur 4-0 og Leeds einum leik frá sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Annað kvöld kemur í ljós hvort Leeds mæti Southampton eða West Bromwich Albion í úrslitum. Sá leikur er sýndur beint á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×