Erlent

Segir Rússa ekki hafa í hyggju að taka Kharkív

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pútín er staddur í opinberri heimsókn í Kína.
Pútín er staddur í opinberri heimsókn í Kína. AP/Sputnik/Sergei Guneyev

Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki stefna að því að hernema Kharkív en hersveitir landsins hafa sótt fram í héraðinu undanfarna daga.

Pútín, sem var spurður út í málið á blaðamannafundi í opinberri heimsókn forsetans til Kína, sagði tilgang sóknarinnar að mynda hrekja Úkraínumenn frá til að koma í veg fyrir árásir á rússneskar byggðir hinum megin við landamærin.

Forsetinn sagði Úkraínumenn geta sjálfum sér um kennt, þar sem þeir hefðu skotið á íbúðabyggðir í borgum á borð við Belgorod.

„Almennir borgarar þar eru að deyja. Það er augljóst. Þeir skjóta beint á miðborgina, á íbúðabyggðir. Og ég hef sagt opinberlega að ef þetta heldur áfram verðum við tilneydd til að skapa öryggissvæði. Það er það sem við erum að gera,“ sagði Pútín.

Hann var spurður að því beint hvort Rússar hygðust taka yfir borgina Kharkív og svaraði að engar slíkar áætlanir væru uppi, núna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×