Fótbolti

Fréttamynd

Upp­gjörið: KA - ÍA 2-3 | Skaga­menn sóttu sigur norður

Áfram heldur slakt gengi KA en liðið beið í lægri hlut, 3-2, gegn ÍA á Greifavellinum í níundu umferð bestu deildarinnar í dag. KA komst snemma yfir en Skagamenn gengu á lagið og leiddu 3-2 í hálfleik sem urðu lokatölur. KA áfram í næstneðsta sæti deildarinnar en ÍA í því sjötta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísak skoraði í víta­­keppni í grátlegu tapi

Bochum er komið upp í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir ótrúlegan sigur á Fortuna Düsseldorf, liði Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, í vítaspyrnukeppni. Ísak Bergmann skoraði úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vann síðasta leikinn hans Xavi

Barcelona vann 2-1 útisigur á Sevilla í lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Um var að ræða síðasta leik liðsins undir stjórn Xavi nema honum og stjórn félagsins snúist aftur hugur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svona eru í­þróttir“

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Frammi­staðan til fyrir­myndar í dag“

Jökull Elísabetarson var kampakátur með gríðarlega öruggan 5-0 sigur Stjörnunnar á KA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Stjarnan fór hamförum á sínum heimavelli gegn lánlausum Akureyringum sem sáu ekki til sólar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Roon­ey tekur við B-deildar­liði Plymouth

Wayne Rooney er snúinn aftur í þjálfun. Hann var í gær ráðinn þjálfari B-deildarliðs Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sér í deildinni á nýafstaðinni leiktíð á kostnað Birmingham City, sem er síðasta liðið sem Rooney þjálfaði.

Enski boltinn