Leikjavísir

Atari Anthology

Það að gefa út gamla leiki aftur er alltaf frekar örugg leið fyrir framleiðendur til að græða pening á þess að þurfa að vinna mikið. Hér ákváðu Atari-menn að fá Digital Eclipse, sem eru vanir í þeirri list að “emulata” leiki til þess að setja 85 leiki af Atari 2600 og Atari Arcade á einn disk. Þetta hljómar án efa eins og góð kaup, allir þessir leikir á nokkra þúsund kalla. Digital Eclipse hafa ákveðið að setja þennan pakka upp eins og stjörnukerfið. Hægt er að velja stjörnumerki til að byrja með, sem er merkt því hvaða tegund leikirnir þar tilheyra. Þetta er flott uppsetning en verður fljótt frekar þreytt því það er svolítið vesen að fara á milli “stjörnukerfa”. En það er kannski smáatriði, það eru leikirnir sem skipta máli.

Leikjavísir

Killzone

Þegar Killzone leikurinn var í framleiðslu þá var hann hylltur af mörgum sem andstæðingur skotleiksins Halo 2 en í rauninni eiga þeir lítið sameiginlegt nema að vera báðir fyrstu persónu skotleikir og hafa fjöldaspilunarmöguleika fyrir leikjatölvur. Killzone gerist í framtíðinni þar sem mannkynið hefur lagt undir sig aðrar plánetur í sólkerfinu og skiptist mannkynið niður í tvær fylkingar,

Leikjavísir

Mercenaries

Það er ljóst að áhrif GTA leikjanna eru ótvíræð í leikjaheiminum. Það sannast enn og aftur í leiknum Mercenaries sem ber mikinn GTA keim. Leikurinn fjallar um málaliða sem þurfa takast á við öfgastjórn í Norður Kóreu sem hafa hertekið landið með áform um frekari landvinninga með kjarnorkuvopnum.Öfgastjórnin kallast “Deck of 52” því skúrkarnir sem þú eltist við eru 52 talsins. Ef þú nærð þeim á lífi þá þrengist hringurinn en ef þú nærð þeim látnum þá tekur lengri tíma að fara í gegnum stokkinn og einnig fær málaliðinn minna borgað fyrir vikið.

Leikjavísir

Endurbætt Lara Croft

Eidos fyrirtækið hefur lekið út upplýsingum um nýja Tomb Raider leikinn, þar á meðal nafni hans, persónum, breytingum á áherslum og fleira. Í Lara Croft Tomb Raider: Legend er farið aftur í rætur seríunnar þar sem Lara var að leita að fornmunum í hinum og þessum grafhýsum.

Leikjavísir

Call Of Duty 2 í vinnslu

Activision og fyrirtæki þeirra Infinity Ward er komnir aftur í gang og eru að vinna að Call of Duty 2, glænýjum stórleik sem inniheldur ringulreiðina og spennuna sem var til staðar í Seinni Heimsstyrjöldinni.  Þetta framhald af verðlaunaleiknum Call of Duty.

Leikjavísir

Marilyn Manson með lag í Cold Fear

Marilyn Manson hefur gefið tölvuleikjaframleiðandanum UbiSoft leyfi að nota lagið hans Use Your Fist and Not Your Mouth af plötunni The Golden Age Of Grotesque frá árinu 2003 í leikinn Cold Fear.

Leikjavísir

Doom í farsíma

Doom leikirnir hafa verið brautryðjandi í gegnum tíðina fyrir skotleikjageirann en nú mun afbrigði af Doom sjást í farsímum í nánustu framtíð. Það sérstaka við þessa útgáfu er að leikurinn mun vera hlutverkaleikur gerður af einum höfunda Doom, John Carmack.

Leikjavísir

Simsararnir mála bæinn rauðann

Í þessum öðrum aukadisk fyrir vinsælasta leik heimsins eða The Sims 2, fá simsarnir loks tækifæri á að mála bæinn rauðann. Nú er tími til að láta námið eiga sig, henda skólabókunum lengst ofan í skúffu og leggja alla orku í að verða drottning eða konungur næturinnar.

Leikjavísir

24 hertekur stafræna heiminn

Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ´24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit).

Leikjavísir

Halo 2 aukapakki á leiðinni

Miklar vangaveltur hafa verið undanfarið um aukapakka fyrir hinn vinsæla Halo 2 fyrir Xbox leikjavélina eftir að upplýsingar birtust fyrst á heimasíðu Microsoft í Kóreu og svo á Ebgames.com sem birti upplýsingar og verð á pakkanum en tók svo upplýsingarnar af síðunni.

Leikjavísir

Guðfaðirinn á leiðinni í tölvurnar

Electronic Arts hafa tilkynnt útgáfu á leik byggðum á meistaraverkinu Godfather. Leikurinn verður gefin út í haust fyrir PS2, Xbox, PC og PSP og mun innihalda raddir frá leikurunum James Caan, Robert Duvall og Marlon Brando sjálfur mun koma við sögu.

Leikjavísir

Burnout Revenge staðfestur

Hefur þú einhverntíma setið fastur í umferðarteppu og fundið reiðina byggjast upp í takt við fjölda þeirra bíla sem eru í kringum þig? Electronic Arts mun gefa þér tækifæri í september til að fá útrás fyrir þessa reiði í Burnout Revenge.

Leikjavísir

50 Cent er skotheldur

Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles.

Leikjavísir

Sony sektað fyrir einkaleyfabrot

Dómstóll í Kaliforníu hefur sett sölubann á Playstation-leiki og sektað framleiðandann Sony um 90 milljónir bandaríkjadala fyrir brot á einkaleyfalöggjöfinni. Sony hefur ákveðið að áfrýja að dómnum og á meðan er fyrirtækinu heimilt að selja tölvuleikina. Dómstóllinn féllst á rök tölvufyrirtækisins Immersion, sem stefndi Sony, að það ætti einkarétt á þeirri tækni sem veldur titringi í stjórnborði Playstation-leikjanna.

Leikjavísir

Má ekki hafa Playstation2.is

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar.

Leikjavísir

Ólögmæt lénsskráning

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar. 

Leikjavísir

José Carreras á Íslandi

<strong><font color="#000000">José Carreras</font></strong> <a href="http://www.visir.is/?pageid=684"><strong><font color="#45579f">Skráðu frítt netfang - Þú gætir unnið miða</font></strong></a>

Leikjavísir

Samningur um aldursmerkingar á tölvuleikjum

SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi) og ISFE (Interactive Software Federation of Europe) hafa gert með sér samning, um að SMÁÍS verði aðili að PEGI, sem eru aldursmerkingar á tölvuleikjum. Allir nýir tölvuleikir verða merktir samkvæmt flokkunarkerfinu og er því ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps.

Leikjavísir