Innlent

Tvöföldun Suðurlandsvegar verði tryggð tafarlaust

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Árborg skorar á Alþingi og ríkisstjórn að tryggja tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar með lögfestingu verksins á vegaáætlun. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu. Þar segir einnig að umferð á veginum hafi tvöfaldast á fáum árum auk þess sem bent er á að skipaflutningar hafi lagst af með fram ströndum og fari nú þungaflutningar um vegi landsins.

52 hafi látist á Suðurlandsvegi frá árinu 1972 og hundruð manna hlotið varanlega örorku. Þá nemi fjárhagslegt tjón milljörðum króna. Fulltrúaráðið segir að reynslan af tvöföldun Reykjanesbrautar hafi sannað gildi sitt og nú sé komin röðin að Suðurlandsvegi frá Rauðavatni, yfir Hellisheiði og allt til Þjórsár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×