Innlent

Steingrímur og Þuríður efst í forvali VG í NA-kjördæmi

MYND/Sigurður Jökull

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingksningar en hann varð efstur í forvali flokksins í kjördæminum sem fram fór nú í nóvember. Hinn þingmaður Vinstri - grænna í kjördæminu, Þuríður Backman, er í öðru sæti listans og Björn Valur Gíslason, sjómaður á Ólafsfirði, í því þriðja. Í fjórða sæti er Hlynur Hallsson, listamaður og varaþingmaður, Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundur í Dalvíkurbyggð, er fimmta og Jóhanna Gísladóttir, framkvæmdastjóri á Seyðisfirði er í sjötta sæti. Fram kemur í tilkynningu frá Vinstri - grænum að uppstillingarnefnd hefji nú vinnu að tillögu að framboðslista en hann verður lagður fyrir kjördæmisþing flokksins þann 10. desember til samþykktar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×