Erlent

Mikill eldur á Elephant & Cast­le stöðinni í London

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Southwark Borough segir að ekki sé um hryðjuverkaárás að ræða.
Lögregla í Southwark Borough segir að ekki sé um hryðjuverkaárás að ræða. Slökkviliðið í London

Slökkvilið í London hefur verið kallað út vegna mikils elds á Elephant & Castle lestarstöðinni í suðausturhluta borgarinnar.

Um sjötíu slökkviliðsmenn hafa verið sendir á vettvang og á samfélagsmiðlum má sjá mikill reyk stíga til himins.

Ekki hafa borist fréttir af manntjóni, en lögregla hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri.

Lögregla í Southwark Borough segir að ekki sé um hryðjuverkaárás að ræða.

Að neðan má sjá myndband frá slökkviliði Lundúnaborgar þar sem sjá má umfang eldsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×