Innlent

Ölvaðir neituðu að yfir­gefa verslun og veitinga­stað

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vaktin virðist hafa verið fremur róleg.
Vaktin virðist hafa verið fremur róleg. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gær þegar bifreiðareigandi komst að því að búið var að stinga á tvo hjólbarða bílsins. Í yfirliti lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar kemur ekkert fram um eftirmála.

Aðstoðar lögreglu var einnig óskað vegna ölvaðra einstaklinga; annar neitaði að yfirgefa veitingastað sem var að loka og hinn verslun. Þá bárust tvær tilkynningar um þjófnað í verslun í póstnúmerinu 108 og ein um innbrot í fyrirtæki í póstnúmerinu 112.

Lögreglu barst einnig tilkynning um þjófnað á hótelherbergi í miðborginni. Einn var handtekinn í tengslum við málið og situr nú í fangageymslu vegna rannsóknar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×