Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Emil hættur eftir tvö hjartastopp

Emil Pálsson lýsti því yfir í dag að knattspyrnuferli sínum væri lokið en ástæðan er sú að hann hefur tvisvar farið í hjartastopp á síðustu misserum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals

Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé skoraði þrennu í risasigri PSG

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Lille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðið vann afar öruggan 1-7 sigur þar sem Kylian Mbappé skoraði þrennu fyrir gestina.

Fótbolti
Fréttamynd

Atalanta tók stig af Ítalíumeisturunum

Ítalíumeistarar AC Milan björguðu stigi er liðið heimsótti sterkt lið Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 eftir að heimamenn í Atalanta höfðu tekið forystuna í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er langþráður sigur“

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sjö mörk er Bayern burstaði botnlið Bochum

Þýskalandsmeistarar Bayern München lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. Gestirnir unnu vægast sagt afar sannfærandi sigur, 0-7.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael kom inn á er Spezia steinlá gegn Inter

Mikael Egill Ellertsson lék seinustut mínútur leiksins er lið hans, Spezia, heimsótti Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og höfðu að lokum betur, 3-0.

Fótbolti