Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Al­þjóða­sam­fé­lagið sé að klikka á Gasa

Forsetaframbjóðendurnir ræddu um utanríkismál og sér í lagi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kappræðum á Stöð 2. Halla Hrund sagði alþjóðasamfélagið vera að klikka, Katrín sagðist hafa beitt sér í embætti forsætisráðherra og Halla Tómas sagði mikilvægt að sýna mennsku. Baldur vill að stigið sé fast til jarðar og Arnar Þór líka. Jón Gnarr segir forsetann valdalausan í þessu máli en sannarlega geta reynt að beita sér. 

Leitin ekki borið árangur í nótt

Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum.

Skrifuðu bók um Sól­rúnu Öldu og brunann í Máva­hlíð

Nemendur í 6. bekk Varmárskóla afhentu í gær Sólrúnu Öldu Waldorff bók sem þeir sömdu um batagöngu hennar síðan hún slasaðist alvarlega í eldsvoða fyrir nokkrum árum. Fram kemur í tilkynningu um bókina að Sólrún Alda hafi heimsótt skólann fyrr í vetur og sagt nemendum sögu sína. Heimsóknin hafi verið liður í verkefni um eldvarnir.

Nafn konunnar flúrað á það allra heilagasta

Össur Hafþórsson, skipuleggjandi íslensku tattú ráðstefnunnar, Icelandic Tattoo convention, segir margt hafa breyst í tattúlistinni síðustu ár. Ráðstefnan verður haldin um helgina í 17. sinn. Um 30 flúrarar verða á hátíðinni. Össur er sjálfur flúraður um allan líkamanna. Fyrsta tattúið fékk hann sér á öxlina.

Segir enn svig­rúm til að taka fram úr Katrínu

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur.

Lentu í Minneapolis vegna bilunar

Melding um smávægilega bilun kom upp í flugvél Icelandair á leið frá Denver í Bandaríkjunum til Keflavíkur i nótt. Í samræmi við verklag og öryggisstaðla var ákveðið að lenda í Minneapolis og láta flugvirkja skoða vélina áður en haldið væri áfram yfir hafið.

Wise og Þekking orðin eitt

Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust.

Fylgjast sér­stak­lega með hrauntjörnum sem gætu brostið fram

Hraun rennur áfram úr eldgosinu sem hófst í gær en hægt. Almannavarnir kanna í dag með drónaflugi hvar mögulega hrauntjarnir gætu verið að myndast og hvert þær gætu runnið. Vel er fylgst með öllum helstu innviðum en skyggni er erfitt vegna veðurs. Lokað er á svæðinu og inn í Grindavík. Vilji fólk sjá gosið er mælt með vefmyndavélum.

Sjá meira