Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gæti haldið á­fram eftir allt saman

Fregnir frá Þýskalandi herma að líklegast sé að Thomas Tuchel haldi kyrru fyrir hjá Bayern München og verði áfram þjálfari liðsins. Löngu er ákveðið að hann yfirgefi félagið í sumar.

Fótbolti


Fréttamynd

„Okkur dauð­langar í meira“

Það er ó­hætt að segja að komandi dagar séu ansi mikil­vægir fyrir karla­lið Vals í hand­bolta sem að leikur þrjá úr­slita­leiki á næstunni. Úr­slita­leiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskars­syni, þjálfara liðsins og leik­mönnum hans. Fyrsti úr­slita­leikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftur­eldingu á heima­velli í undan­úr­slitum Olís deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar Ingi skiptir um stól í Njarð­vík

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur verður næsti þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Þetta herma heimildir Vísis og sömuleiðis bendir margt til þess að Einar Árni Jóhannsson taka við kvennaliði Njarðvíkur af Rúnari Inga. 

Körfubolti
Fréttamynd

Illa orðað samnings­á­kvæði varð KA að falli

Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir að Ortega hafi unnið titilinn fyrir City

Stefan Ortega, varamarkvörður Manchester City, var óvænt hetja liðsins í sigrinum á Tottenham í gær. Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gekk svo langt að segja að Ortega hafi unnið enska meistaratitilinn fyrir City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ó­bein yfir­lýsing frá DeAndre Kane

Mikið hefur verið hvíslað og kvabbað um liðsandann hjá Grindavík og hvort DeAndre Kane sé mögulega að hafa neikvæð áhrif á liðsfélaga sína. Kane sendi óbeina yfirlýsingu í viðtali eftir leik í kvöld þegar hann mætti með öllum liðsfélögum sínum í viðtalið.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvað var LeBron að gera í Cle­veland?

LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers, var staddur í heimaborg sinni Cleveland nýverið þar sem Cleveland Cavaliers mættu Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vakti athygli þar sem LeBron gæti fengið sig lausan frá Lakers í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Kristófer Acox: „Fokkin passion“

Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta.

Körfubolti