Körfubolti

Kastaði bolta í á­horf­anda eftir tap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrick Beverley er ekki allra.
Patrick Beverley er ekki allra. getty/Stacy Revere

Patrick Beverley, leikmaður Milwaukee Bucks, missti stjórn á skapi sínu undir lok leiksins gegn Indiana Pacers í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Hann kastaði bolta í áhorfanda.

Beverley var tekinn af velli þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum. Hann bað nærstaddan áhorfanda um að kasta bolta til sín sem hann og gerði. Þegar Beverley fékk boltann kastaði hann honum aftur í áhorfandann af nokkru afli.

Hinn 35 ára Beverley átti erfitt uppdráttar í leiknum og skilaði einungis sex stigum og fimm stoðsendingum. Hann hitti bara úr þremur af ellefu skotum sínum.

Indiana vann leikinn, 120-98, og einvígið, 4-2 samanlagt. Liðið mætir New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinar. Milwaukee er hins vegar komið í sumarfrí.

Beverley hóf tímabilið með Philadelphia 76ers en var skipt til Milwaukee í febrúar. Hann er samningslaus eftir tímabilið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×