„Erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2024 23:04 Hópurinn segir fleiri á leið úr landi en bara þrjár nígerísku konurnar sem voru settar í varðhald á föstudag. Aðsend Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton, af heilsufarsástæðum. Samtökin No border sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fólk var hvatt til þess að mæta upp á Keflavíkurflugvöll og það fullyrt að brottvísunin verði framkvæmd á milli 23 og 01 í nótt og að í flugvélinni yrðu fleiri. Öllum yrði flogið til Frankfurt þar sem þau verða flutt í flugvél á vegum Frontex. „Við erum að dreifa boðskapnum við innganginn á flugvellinum. Láta fólk vita hvað er að gerast í kvöld,“ segir Ragnheiður Freyja Kristínardóttir úr samtökunum No borders en í símanum mátti vel heyra fólk hrópa hátt. Spurð út í fullyrðingar í yfirlýsingu samtakanna um að fleiri en konurnar þrjár verði fluttar úr landi segir Ragnheiður Freyja þau hafa heyrt af fleiri handtökum í dag, aðallega á fólki frá Gana og Nígeríu sem hafi fengið endanlega synjun og eigi að vísa aftur til þessara landa. Þau giski því á að þau séu á leið úr landi í sömu vél og konurnar þrjár. Hópurinn stendur við inngang flugstöðvarinnar. Aðsend Konurnar þrjár, sem verða fluttar úr landi í kvöld, hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag. Til stendur að flytja þær allar til Nígeríu. Konurnar hafa allar lýst því að þær séu þolendur mansals. Þær fengu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan. Við það misstu þær rétt á þjónustu og búsetu. Ekki hægt að stöðva brottvísun Lögmaður Blessing, Helgi Þorsteinsson Silva, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að hann áætlaði, miðað við svör Útlendingastofnunar, að brottvísun yrði framkvæmd í dag með leiguflugi. Hann hafði ekki nákvæma tímasetningu. Hann sagði jafnframt að þetta yrði líklega endastöðin á þeirri vegferð að koma í veg fyrir brottvísun. Það væri hægt að halda áfram með aðra anga málsins þó í fjarveru kvennanna. „Við erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn í íslensku samfélagi. Það er mjög mörgum misboðið að heyra að fórnarlömbum mansals sé brottvísað frá Íslandi eftir fjögurra til sex ára dvöl. Ég held að það sé tími til kominn að Ísland ákveði hvort það vilji vera þessi jafnréttisparadís sem það segist vera, eða hvort það vilji standa með viðkvæmum hópum. Þetta er ekkert annað en ákvörðun og stefna ríkisstjórnar. Þetta hefur ekkert með fagfólk í kærunefnd eða gera. Heldur bara um stefnu og það er tími til kominn að fólk átti sig á því og ákveði sig hvernig það vilji hafa hlutina hérna,“ segir Ragnheiður Freyja. Um fimmtán til tuttugu eru alls að mótmæla. Aðsend Hún segir samtökin ætla að mótmæla við flugstöðina fram á kvöld og áætlar að þau séu um 15 til 20 að mótmæla. „Ég vil minna á að þetta eru konur sem ekkert hafa unnið sér til saka nema að sækja sér um mannúðlega vernd á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þær hafa fundið fyrir öryggi í sínu lífi. Þær hafa nýtt tímann sinn á Íslandi vel, hafa sótt íslenskunámskeið og hafa reglulega sótt um atvinnuleyfi. Til að nýta tímann sem best og ég skil ekki af hverju það þarf að fara þessa grimmilegu leið í þessu máli. Sérstaklega í máli Blessing sem er með æxli í kviði og er að bíða eftir meðferð.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Gana Nígería Þýskaland Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Samtökin No border sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fólk var hvatt til þess að mæta upp á Keflavíkurflugvöll og það fullyrt að brottvísunin verði framkvæmd á milli 23 og 01 í nótt og að í flugvélinni yrðu fleiri. Öllum yrði flogið til Frankfurt þar sem þau verða flutt í flugvél á vegum Frontex. „Við erum að dreifa boðskapnum við innganginn á flugvellinum. Láta fólk vita hvað er að gerast í kvöld,“ segir Ragnheiður Freyja Kristínardóttir úr samtökunum No borders en í símanum mátti vel heyra fólk hrópa hátt. Spurð út í fullyrðingar í yfirlýsingu samtakanna um að fleiri en konurnar þrjár verði fluttar úr landi segir Ragnheiður Freyja þau hafa heyrt af fleiri handtökum í dag, aðallega á fólki frá Gana og Nígeríu sem hafi fengið endanlega synjun og eigi að vísa aftur til þessara landa. Þau giski því á að þau séu á leið úr landi í sömu vél og konurnar þrjár. Hópurinn stendur við inngang flugstöðvarinnar. Aðsend Konurnar þrjár, sem verða fluttar úr landi í kvöld, hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag. Til stendur að flytja þær allar til Nígeríu. Konurnar hafa allar lýst því að þær séu þolendur mansals. Þær fengu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan. Við það misstu þær rétt á þjónustu og búsetu. Ekki hægt að stöðva brottvísun Lögmaður Blessing, Helgi Þorsteinsson Silva, sagði fyrr í dag í samtali við fréttastofu að hann áætlaði, miðað við svör Útlendingastofnunar, að brottvísun yrði framkvæmd í dag með leiguflugi. Hann hafði ekki nákvæma tímasetningu. Hann sagði jafnframt að þetta yrði líklega endastöðin á þeirri vegferð að koma í veg fyrir brottvísun. Það væri hægt að halda áfram með aðra anga málsins þó í fjarveru kvennanna. „Við erum hér í kvöld svo þetta gerist ekki í þögn í íslensku samfélagi. Það er mjög mörgum misboðið að heyra að fórnarlömbum mansals sé brottvísað frá Íslandi eftir fjögurra til sex ára dvöl. Ég held að það sé tími til kominn að Ísland ákveði hvort það vilji vera þessi jafnréttisparadís sem það segist vera, eða hvort það vilji standa með viðkvæmum hópum. Þetta er ekkert annað en ákvörðun og stefna ríkisstjórnar. Þetta hefur ekkert með fagfólk í kærunefnd eða gera. Heldur bara um stefnu og það er tími til kominn að fólk átti sig á því og ákveði sig hvernig það vilji hafa hlutina hérna,“ segir Ragnheiður Freyja. Um fimmtán til tuttugu eru alls að mótmæla. Aðsend Hún segir samtökin ætla að mótmæla við flugstöðina fram á kvöld og áætlar að þau séu um 15 til 20 að mótmæla. „Ég vil minna á að þetta eru konur sem ekkert hafa unnið sér til saka nema að sækja sér um mannúðlega vernd á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þær hafa fundið fyrir öryggi í sínu lífi. Þær hafa nýtt tímann sinn á Íslandi vel, hafa sótt íslenskunámskeið og hafa reglulega sótt um atvinnuleyfi. Til að nýta tímann sem best og ég skil ekki af hverju það þarf að fara þessa grimmilegu leið í þessu máli. Sérstaklega í máli Blessing sem er með æxli í kviði og er að bíða eftir meðferð.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Gana Nígería Þýskaland Tengdar fréttir Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55 „Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03 Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. 13. maí 2024 11:55
„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. 12. maí 2024 22:03
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24