Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Skammist ykkar! – opið bréf til þing­manna

Nú á að kjósa til Alþingis enn einn ganginn. Fullt af góðu fólki reynir að komast að kjötkötlunum. Sumt er lafmótt eftir hjaðningarvíg innan eigin flokka og svo merkilegt sem það er, eiga 90% af þessum „góðmennum” það sameiginlegt að vilja helst skara eld að eigin köku. Það býður sig fram fyrir þjóðina en flokkarnir eru fljótir að breyta því í óvita og græðgispúka.

Skoðun
Fréttamynd

„Það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna Ragnar Þór Ingólfsson fyrir að ætla að sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.

Innlent
Fréttamynd

„Össur Skarp­héðins­son, líttu þér nær“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar vegna ummæla hans um að hún væri valdaspilltur leiðtogi. Hún segir hann ekkert vita um innra starf flokksins og ummæli hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 

Innlent
Fréttamynd

Þau leiða Vinstri græn í Norðvesturkjördæmi

Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur kynnt framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningarnar. Listann leiðir Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG í Skagafirði. Bjarki Hjörleifsson frá Stykkishólmi er í öðru sæti og Ísfirðingurinn Sigríður Gísladóttir í þriðja.

Innlent
Fréttamynd

„Ég átti ekki von á fyrsta sæti“

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. 

Innlent
Fréttamynd

Frægð ekki á­vísun á frama í pólitík

Það að vera þjóðþekktur er ekki endilega ávísun á árangur í stjórnmálum segir almannatengill. Óvenju margir frægir hafa lýst áhuga á að komast á Alþingi og enn bætist í hópinn.

Innlent
Fréttamynd

Össur segir Ingu valdspilltan leið­toga

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar kallar Ingu Sæland, formann Flokks flokksins, valdspilltan leiðtoga og segir hegðun hennar með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna 30. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Ekki heppi­legt ef verka­lýðs­hreyfingin tæmist inn á Al­þingi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni.

Innlent
Fréttamynd

ESB: Engar á­hyggjur

Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru.

Skoðun
Fréttamynd

Frá í­myndar­stjórn­málum til klassískrar jafnaðar­stefnu

Kosningaslagorð Samfylkingarinnar — Sterk velferð, stolt þjóð — hefur vakið talsverða umræðu undanfarna daga. Svo virðist sem ákveðnum hópi á vinstri væng stjórnmálanna finnist ósæmandi að alþjóðlega sinnaður jafnaðarmannaflokkur notist við orðið „þjóð“ – hvað þá að orðunum „stolt“ og „þjóð“ sé blandað saman í pólitískri orðræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægar kross­götur fyrir fram­tíð þjóðarinnar

Þegar þjóðin fer í gegnum mikilvægar kosningar, er meira í húfi en nokkru sinni fyrr. Núverandi efnahagsástand—merkt af hræðilegri verðbólgu, hækkandi vöxtum, sveiflum í ISK, baráttu á húsnæðismarkaði og minnkandi kaupmætti—hefur skilið marga borgara í erfiðleikum með að takast á við óvenjulegar fjárhagslegar áskoranir.

Skoðun
Fréttamynd

Ég er kona með ADHD

Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus.

Skoðun
Fréttamynd

Grímur undir feldi

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn skuldi kjós­endum skýringar

Ólafur Adolfsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir Sjálfstæðisflokkinn skulda kjósendum sínum skýringar. Það hafi verið röng ákvörðun að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í flokknum sé verið að skipta út fólki því kjósendur vilji nýjar áherslur.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana

Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa stjórn á sínu fólki?

Ég skemmti mér vægast sagt vel yfir umræðum á Alþingi um störf þingsins á dögunum þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði EES-samninginn að umtalsefni. 

Skoðun
Fréttamynd

„Hræsnin á sér engin tak­mörk“

Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns.

Innlent
Fréttamynd

Jakob og Tómas einu odd­vitar Flokks fólksins sem detta út

Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Vill Sól­veigu á lista

Sósíalistar ætla að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og kynna þá á félagsfundum á næstu dögum. Oddviti flokksins segir reynslu í borginni nýtast sér í komandi baráttu. Hún vill formann Eflingar á lista. 

Innlent
Fréttamynd

„Stjórnmálaferill minn var víst stuttur“

Jasmina Vajzović Crnac, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sem sóttist eftir oddvitasæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi segir að sér hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd. Höfnunin hafi byggst á fjölbreytileikasjónarmiði.

Innlent