Danski boltinn

Fréttamynd

Kristall Máni ekki meira með á þessu ári

Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær hafnaði Dönum

Ekkert verður af því að Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, taki við danska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA hefur rann­sókn vegna kvartana Tel Aviv

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun rannsaka hvort Aral Şimşir hafi öskrað „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ eftir leik Midtjylland og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Evrópudeild karla í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­var Atli ekkert rætt við Lyngby

Fótboltamaðurinn Sævar Atli Magnússon er á sinni fjórðu leiktíð með Lyngby í Danmörku og kominn með yfir hundrað leiki fyrir félagið. Eftir að hafa skorað sitt sextánda mark fyrir liðið í gær sagði hann framtíðina hins vegar í óvissu.

Fótbolti
Fréttamynd

Versta byrjun í sögu efstu deildar

Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi.

Fótbolti
Fréttamynd

Nóel Atli með brotið bein í fæti

Nóel Atli Arnórsson, leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og yngri landsliða Íslands, er með brotið bein í fæti. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net.

Fótbolti
Fréttamynd

Vand­ræða­legt bikar­tap hjá Ís­lendinga­liðinu

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby er úr leik í dönsku bikarkeppninni eftir stórt tap á móti C-deildarfélaginu Frem í kvöld. Það var ekki aðeins tapið sem var vandræðalegt fyrir Íslendingaliðið heldur einnig hvernig liðið tapaði þessum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Arf­taki Orra Steins fundinn

FC Kaupmannahöfn hefur fundið arftaka landsliðsframherjans Orra Steins Óskarssonar. Sá heitir German Onugkha og var markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ingi­björg til liðs við Brönd­by

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt til Bröndby í Danmörku og mun spila með liðinu út yfirstandandi leiktíð. Hún verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins en Hafrún Rakel Halldórsdóttir spilar einnig með Bröndby.

Fótbolti