Stjórnarskrá

Fréttamynd

Ólafur Ragnar segir nýja stjórnar­skrá ó­nýtt plagg

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hnykkti á því sem hann hefur áður sagt og gaf tillögum Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá falleinkunn. Í raun skrúfaði hann tillögurnar í sundur og sagði þær ekki nothæfar.

Innlent
Fréttamynd

Svikinn héri að hætti hússins — Ekki lýðræðisveisla

Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er allt komið í ein­hvern hræri­graut“

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Tæki­færi til að sammælast um breytingar á stjórnar­skránni

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd.

Innlent
Fréttamynd

Fór út fyrir um­boð sitt

Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor.

Skoðun
Fréttamynd

Segja á­kvörðun Bjark­eyjar í ber­höggi við stjórnar­skrá

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni vill fjölga meðmælendum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Hafa níu mánuði til að svara dómi MDE í talninga­málinu

Íslensk stjórnvöld hafa níu mánuði til að skila áætlun til fullnustudeildar Evrópuráðsins um þær ráðstafanir sem gripið verður til vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um talningamálið svokallaða. Það kemur fram í svari ráðuneytisins til fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Treysta sér til þess að vernda þjóð­kirkjuna

Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf.

Innlent
Fréttamynd

1.500 undir­skriftir fyrir for­seta

Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að „forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­föld greining á vald­sviði for­seta

Löggjafarvald forsetans tekur til málskotsréttarins, heimildar til útgáfu bráðabirgðalaga – og formsatriða við stjórnarmyndun, stjórnarslit, þingsetningu og þingrof. Ráðherrar fara með framkvæmdarvald forsetans.

Skoðun
Fréttamynd

Núllta grein stjórnar­skrárinnar og sjálf­gefið um­burðar­lyndi

Stjórnarskrá kemur ekki bara úr lausu lofti. Hún byggir á sögu landsins fram að því, reynslu kynslóðanna og visku góðra manna. Það er hægt að kalla þetta núlltu greinina og sumir myndu flokka „samfélagssáttmálann“ með þessari grein. Þessi grein er augljóslega ekki meitluð í stein, en áhrif hennar eru ómælanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Bessa­staðir eða Bossastaðir

Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttindi. Tjáningar­frelsið.

Í upphafi vikunnar birtist á vefmiðlinum Visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann vegna birtingu fréttar af tilteknu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­mæli um stjórnar­skrár­brot

Kosningalög voru uppfærð síðasta vor, í þeim breytingum var mælt fyrir um nokkrar reglugerðir, drög að þeim reglugerðum liggja nú fyrir. Því miður eru á þeim alvarlegir gallar, allt að því að mæla fyrir um framkvæmd sem gengur gegn stjórnarskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Sögu­fölsun eytt í kyrr­þey

Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja breyta stjórnar­skrá svo á­tján ára geti orðið for­seti

Fimm þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingar á stjórnarskránni sem felur í sér að fjarlægja eigi það skilyrði að Íslendingur þurfi að vera 35 ára eða eldri til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þeir segja aldurstakmarkið tímaskekkju og það sýni vantraust gagnvart kjósendum. 

Innlent
Fréttamynd

Sögu­fölsun í heimildar­þætti RÚV — Svör óskast

Ágæti útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson. Alvarlega og grófa staðreyndavillu um sögu Íslands er að finna í síðari hluta heimildarþáttar sem framleiddur var fyrir Ríkisútvarpið í tilefni 100 ára fullveldis landsins og sendur út 3. desember síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Krafa þjóðarinnar?

Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Svartur blettur á sam­fé­lagi okkar

Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Til­lögur að breyttri stjórnar­skrá: Al­þingis­menn stað­festi ekki endan­lega eigin kjör­bréf

Greinargerðum sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að taka saman um kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi hefur nú verið skilað til forsætisráðuneytisins. Eitt helsta nýmælið sem lagt er til er að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar.

Innlent