Erlent

Fico ekki talinn í lífs­hættu

Árni Sæberg skrifar
Fico var fluttur á spítala í bænum Banska Bystrica, þar sem hann gekkst undir vel heppnaða aðgerð.
Fico var fluttur á spítala í bænum Banska Bystrica, þar sem hann gekkst undir vel heppnaða aðgerð. Jan Kroslak/AP

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn í lífshættu. Hann var skotinn fimm sinnum af ljóðskáldi á áttræðisaldri í dag.

Þetta staðfestir Tomas Taraba, umhverfisráðherra Slóvakíu. Hann er einnig varaforsætisráðherra landsins. 

„Ég fékk áfall. Sem betur fer gekk aðgerðin vel, eftir því sem ég best veit. Ég tel að hann muni lifa banatilræðið af, hann er ekki talinn í lífshættu lengur,“ er haft eftir Taraba í frétt Reuters.

Þar segir að ein kúla hafi rofið maga Ficos og önnur farið í gegnum lið. 

Árásin var gerð í bænum Handlova, um 180 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Bratislava. Ríkisstjórnarfundur hafði verið haldinn í bænum og Fico var staddur fyrir utan menningarhús bæjarins þegar hann var skotinn fimm sinnum.

Talið að tilræðið hafi verið pólitískt

Slóvakískir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn sé hinn 71 árs Juraj Cintula. Hann sé ljóðskáld og hafi gefið út þrjár bækur.

„Banatilræðið var pólitísks eðlis og ákvörðun árásarmannsins um að fremja það var tekin skömmu eftir forsetakosningarnar,“ hefur Reuters eftir Sutaj Estok, innanríkisráðherra Slóvakíu.

Þar vísar hann til forsetakosninganna í apríl þar sem hinn umdeildi Peter Pellegrini fór með sigur af hólmi. Hann er náinn bandamaður Ficos.


Tengdar fréttir

Þetta er vitað um árásarmanninn

Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður vera 71 árs gamall. Hann var handtekinn á vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×