Sport

Dag­skráin í dag: PGA-meistara­mótið í golfi, úr­slit í körfu karla og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur mætir Grindavík í dag.
Valur mætir Grindavík í dag. Vísir/Anton Brink

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Úrslitaeinvígið í Subway-deild karla í körfubolta hefst með látum, PGA-meistaramótið í golfi heldur áfram, Formúla 1, fótbolti og hafnabolti.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.30 hefst fyrsti leikur Vals og Grindavíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla. Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.35 er leikur Fiorentina og Napoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta, á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.00 er Mizuho Americas Open-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 18.00 hefst útsending dagsins frá PGA-meistaramótinu í golfi.

Vodafone Sport

Klukkan 07.50 hefst fyrsta æfing dagsins í Formúlunni. Byrjum á Formúlu 3, svo er F2 klukkan 09.05 og F1 kl. 11.25.

Klukkan 13.00 er tímataka í F3 og klukkan 13.55 er tímataka í F2. Klukkan 14.55 er komið að æfingu 2 í F1.

Klukkan 18.55 er komið að leik Southampton og West Bromwich Albion í umspilinu um sæti í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Klukkan 23.00 er leikur Chicago White Sox og New York Yankees í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×