Golf

Upphafshöggi frestað vegna banaslyss skammt frá vellinum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valhalla völlurinn þar sem PGA meistaramótið fer fram um helgina.
Valhalla völlurinn þar sem PGA meistaramótið fer fram um helgina. getty

Frestun verður á upphafshöggi á öðrum mótsdegi PGA meistaramótsins eftir banaslys skammt frá Valhalla vellinum í Kentucky. 

Rúta keyrði á fótgangandi mann með þeim afleiðingum að hann lést samstundis. 

PGA tilkynnti að annar dagur mótsins, sem átti að hefjast klukkan 07:15 á staðartíma hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Næstu stöðuuppfærslu má vænta klukkan 07:00 á staðartíma. 11:00 á íslenskum tíma. 

Engar frekari upplýsingar um málið liggja fyrir að svo stöddu en einnig er gert ráð fyrir því að einhverjar tafir verði á mótinu í dag vegna veðurs.

Fyrsti hringur mótsins var leikinn í gær. Xander Schauffele leiðir eftir frábæran hring á níu höggum undir pari vallar. Þar á eftir koma Sahith Theegala, Tony Finau og Mark Hubbard á sex höggum undir pari.

Sýnt verður frá mótinu í beinni á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×