Sport

Njarðvík lagði Fjölni

Friðrik Stefánsson var Fjölnismönnum erfiður í kvöld
Friðrik Stefánsson var Fjölnismönnum erfiður í kvöld Mynd/E.Ól

Njarðvíkingar lögðu Fjölni í Grafarvogi í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld í fjörugum og skemmtilegum leik 90-77. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 30 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik, Friðrik Stefánsson skoraði 26 stig og Brenton Birmingham var með 20. Nemanja Sovic skoraði mest hjá Fjölni, 27 stig og Fred Hooks bætti við 22 stigum.

KR lagði Hött á Egilsstöðum 95-71, eftir að heimamenn höfðu verið yfir framan af leik. ÍR lagði Þór Akureyri í Seljaskóla 95-76 og Snæfell lagði Hauka 97-93.

Loks var einn leikur í kvennaflokki. Haukar burstuðu Breiðablik 99-45 á heimavelli sínum að Ásvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×