Fótbolti

Ítalíumeistarar Napólí hafa augastað á Alberti Guðmundssyni

Siggeir Ævarsson skrifar
Albert er eftirsóttur af toppliðum Ítalíu
Albert er eftirsóttur af toppliðum Ítalíu Vísir/Getty

Ítalíumeistarar Napólí eru sagðir hafa augastað á Alberti Guðmundssyni sem leikur með nýliðum Genoa í Seríu-A en honum sé ætlað að leysa hinn mexíkóska Hirving Lozano af hólmi. Ekkert er þó frágengið í þessu máli.

PSV hafa lagt fram tilboð í Lozano sem leikið hefur með Napólí síðan 2019, og kom þá einmitt frá PSV og varð dýrasti leikmaður í sögu Napólí og verðmætasti leikmaður sem PSV hafði selt. Nú vill hollenska liðið fá hann til baka og virðist verðmiðinn hafa lækkað töluvert.

Ef af sölunni verður þarf Napólí að fylla skarðið sem Lozano skilur eftir sig og fullyrðir ítalski íþróttablaðamaðurinn Gianluca Di Marzio að Albert Guðmundsson sé þar efstur á óskalistanum. 

Albert var á dögunum kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið settur í frí frá landsliðsverkefnum á meðan á rannsókn málsins stendur. Genoa hefur aftur á móti sagst styðja við bakið á leikmanninum og reiknað er með að hann verði í byrjunarliðinu í kvöld þegar liðið heimsækir Lazio. Albert gaf út stutta yfirlýsingu þar sem hann sagðist saklaus af öllum ásökunum um kynferðisbrot og að hann myndi ekki tjá sig frekar á meðan málið er til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×