Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Komst loks út í geim sex­tíu árum síðar

Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara.

Vindur tals­vert hægari en í gær

Hægfara lægð sést nú skammt vestur af landinu og mun suðlægri vindátt því gæta á landinu. Vindurinn verður talsvert hægari en í gær eða yfirleitt á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Hvassara við norðurströndina í fyrstu.

Írans­­for­­seti fórst í þyrlu­­slysinu

Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar.

Gangast við því að hafa drepið Palestínu­menn á strönd eftir birtingu mynd­skeiðs

Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. 

Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins

Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga.

„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“

Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum.

Auka sæta­fram­boð til Ís­lands með breið­þotum

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hyggst auka sætaframboð í flugferðum sínum frá New York til Íslands og notar nú Boeing 767 breiðþotu á leiðinni í stað Boeing 757. Fyrsta þota flugfélagsins þetta árið kom til Keflavíkur frá New York í morgun. Þetta er þrettánda árið sem Delta flýgur milli Íslands og Bandaríkjanna.

Gular við­varanir og versnandi aksturs­skil­yrði

Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst.

Fóru tóm­hentir heim frá bensín­stöðinni

Lögregla hafði afskipti af manni í miðbæ Reykjavíkur í nótt sem er sagður hafa hrækt á dyraverði. Þegar laganna verðir mættu á staðinn neitaði einstaklingurinn að segja til nafns og lét öllum illum látum, að sögn lögreglu. Sá var vistaður í fangageymslu þar til hann var talinn viðræðuhæfur.

Jón Gnarr boðar fregnir á þriðju­dag

Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri hyggst loks greina frá því á þriðjudag hvort hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. 

Sjá meira