Góðu ráðin

Fréttamynd

Fyrir stjórnendur sem eru með nefið ofan í öllu

Það telst úreld stjórnunaraðferð í dag að ofstjórna. Að vera með puttana ofan í öllu sem starfsfólk gerir, fara yfir allt sem gert er, telja sig geta gert hlutina betur eða best, að engum sé treystandi nema þú sért inn í öllu og með tak á öllu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf og að standa sjálfir í eldlínunni

„Það er svo dýrmæt reynsla að setja sig í spor fólksins og prófa á eigin skinni að vera í eldlínunni. Hvernig eru viðskiptavinirnir til dæmis að tala við starfsfólkið? Hverjar eru helstu áskoranirnar, flækjurnar eða núningarnir og í hverju felast verkefnin sem okkar fólk er að kljást við dag frá degi,“ segir María Dís Gunnarsdóttir mannauðstjóri OK.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfaði hjá Sam­einuðu þjóðunum og nú hjá Al­þjóða­við­skipta­stofnuninni í Genf

„Markmiðið er að vinna áfram að því í framtíðinni að skoða fjármál og alþjóðaviðskipti með það að leiðarljósi að útrýma fátækt og ójöfnuð í heiminum. Ég held reyndar að ég hafi alltaf haft áhuga á því að vilja útrýma fátækt. Alveg frá því að ég var lítil hefur sú hugsjón fylgst mér,“ segir Ólafía Kolbrún Gestsdóttir, sem nú býr í Genf í Sviss ásamt sambýlismanni sínum Kristófer Atla Andersen.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“

„Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987.

Áskorun
Fréttamynd

Vinkonur og vinna: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“

„Við kynnumst þegar við fórum báðar í markþjálfun og uppgötvuðum hvað við ættum ofboðslega margt sameiginlegt. Hin talaði og þá hugsaði maður: Hvernig vissi hún þetta um mig? Þetta var eins og að kynnast systur sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og skellihlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að eldast á besta aldri

Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul.

Áskorun