Samkeppni er óttalegt vesen skjóðan skrifar 13. janúar 2016 08:00 Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin? Skjóðan Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Tvö af stóru olíufélögunum þremur tóku ekki þátt í útboði Landssambands smábátaeigenda á sjö milljónum lítra af eldsneyti seint á síðasta ári. Hvorki Olís né N1 sáu ástæðu til að senda inn tilboð. Fyrr á árinu hunsaði Olís annað útboð fyrir kaup á 23 milljónum lítra og N1 hefur neitað að gefa upp hvort það tók þátt. Skeljungur hreppti hnossið í báðum tilvikum. Samtals námu þessi útboð nálægt 20 prósentum af eldsneytiskaupum í sjávarútvegi á ári hverju þannig að eftir einhverju hefur væntanlega verið að slægjast. Skýringar Olís og N1 á þátttökuleysi sínu er að útboðsskilmálar hafi ekki hentað innra skipulagi fyrirtækjanna. Þá sögðust talsmenn alla vega annars fyrirtækisins vera ósáttir við að fyrirtækið sem sá um útboðið hefði tekjur af eldsneytiskaupum smábáta út samningstímann. Smábátaeigendur eru margir og smáir og kaup hvers og eins vega ekki þungt í heildarmyndinni hjá olíufélögunum, en þegar þeir koma fram sem ein blokk er um stórviðskipti að ræða. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af áhugaleysi stóru olíufélaganna á þessum eldsneytisútboðum en að þau séu enn við sama heygarðshornið og á árum áður. Samkeppniseftirlitið rannsakaði meint ólöglegt samráð þeirra á markaði hérlendis 1993-2001. Það endaði með því að þau voru sektuð um 1,5 milljarða 2005. Héraðsdómur felldi sektina niður mikið til af tæknilegum ástæðum. Í raun hefur engin endanleg niðurstaða fengist í þessu máli. Olíufélögunum var á sínum tíma m.a. gefið að sök að hafa haft með sér samráð um að keppa ekki um viðskipti stórra viðskiptavina. Þetta lýsti sér m.a. í því að oft var það einungis eitt félag sem gerði tilboð þegar eldsneytisviðskipti stórfyrirtækja og opinberra aðila voru boðin út. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist í útboðunum á síðasta ári. Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn. Slíkt samráð er ólöglegt. Fákeppni ríkir á ýmsum sviðum hér á landi. Okur bankanna og ófyrirleitni þeirra í garð viðskiptavina sinna talar sínu máli. Fallegar ímyndarauglýsingar breyta þar engu um. Stóru olíufélögin virðast nær enga samkeppni stunda. Kannski á það að líta út sem samkeppni að nokkrum sinnum í mánuði auglýsir eitt þeirra nokkurra króna afslátt af eldsneytislítranum til vildarvina og innan klukkustundar eru hin búin að bjóða sínum vildarvinum það sama. Þetta er hins vegar engin samkeppni. Það getur verið flókið að stunda samkeppni – kannski of flókið fyrir olíufélögin?
Skjóðan Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira